Oktavía Einarsdóttir (Sælundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Oktavía Einarsdóttir.

Guðbjörg Oktavía (líka Októvía) Einarsdóttir húsfreyja á Sælundi fæddist 22. október 1880 og lést 31. desember 1929.
Faðir hennar var Einar bóndi í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 2. janúar 1832, d. 7. desember 1899, Einarsson bónda og hreppstjóra í Ysta-Skála 1835, Sighvatssonar bónda í Skálakoti u. Eyjafjöllum 1801; meðhjálpari, göldróttur sagður, f. 1760, d. 9. ágúst 1846 úr mislingum, Einarssonar, og konu Sighvatar, Kristínar húsfreyju, f. 1766, (Guðnadóttur). Réttur faðir er talinn vera Hans Klog verslunarstjóri í Vestmannaeyjum. Sá kom henni í fóstur í Holti hjá Páli Sigurðssyni presti.
Móðir Einars í Steinum og kona Einars Sighvatssonar var Arnlaug húsfreyja og ljósmóðir, f. 19. mars 1796, d. 25. júlí 1866, Sveinsdóttir bónda og meðhjálpara í Ysta-Skála 1816, f. 1751, d. 29. desember 1838, Jónssonar, og konu Sveins, Þuríðar húsfreyju, f. 1754, d. 4. nóvember 1839, Sighvatsdóttur.

Móðir Oktavíu var Guðfinna Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1834 í Stakkagerði, d. 22. apríl 1907.

Oktavía var 10 ára með foreldrum sínum og fimm systkinum á Felli í Mýrdal 1890. Við manntal 1901 var hún með húsmóðurinni og ekkjunni móður sinni í Bjólu í Oddasókn. Hún kom til Reykjavíkur frá Eyjum 1910 og var leigjandi á Grettisgötu 19A á því ári. Fluttist til Eyja 1911.
Hún var húsfreyja á Sælundi 1920 og þar eru fjögur Jóels-börn.
Guðfinna móðir Oktavíu var systir Jóns Vigfússonar í Túni, föður Guðjóns á Oddsstöðum, Vigfúsar í Holti, Jóhanns á Brekku, Þórunnar í Þingholti og Sigurlínar í Túni.

Guðbjörg Oktavía (Októvía) var síðari kona Jóels Eyjólfssonar á Sælundi, f. 4. nóvember 1878, d. 28. desember 1944. Hann missti fyrri konu sína, Þórdísi Guðmundsdóttur frá Vesturhúsum 1908.
Börn Oktavíu og Jóels.
3. Einar, fæddur 18. apríl 1912, dáinn 13. janúar 1962. Ókvæntur.
4. Jóel, fæddur 28. apríl 1914, dáinn 23. desember 1973. Kvæntur á Eyrarbakka.
5. Þórdís, fædd 15. febrúar 1916, dáin 7. júlí 1996. Hún var gift Emil Andersen.
6. Sigurður Ingi, fæddur 1. ágúst 1917, dáinn 29. apríl 1991. Hann var kvæntur Fanneyju Ármannsdóttur.
7. Edvin, fæddur 2. júní 1922, dáinn 25. mars 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.