Blik 1959/Gamlar myndir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Efnisyfirlit 1959


Gamlar myndir



UNGIR EYJASKEGGJAR VIÐ SUNDNÁM.
Árið 1916 kenndi Kristinn Ólafsson frá Reyni hér í Eyjum sund við Sundskálann á Eiðinu. Hér á myndinni sjást hinir væntanlegu sundgarpar með kennara sínum.
Þá þegar var sundskylda hér í Eyjum frá 8 ára aldri.
Aftasta röð frá vinstri: Friðrik Jesson, Hóli; Óskar Lárusson, Velli; Kristinn Ólafsson, Reyni; Einar Sigurðsson, Heiði; Friðrik Petersen.
Miðröð: Lárus Guðmundsson, Akri; Ólafur Á. Kristjánsson, Heiðarbrún; Ísleifur Magnússon, London; Jóhannes Brynjólfsson, Odda; Ólafur Halldórsson læknis; Sigurður S. Scheving, Hjalla.
Fremsta röð: — Theodór Lárusson, Velli (látinn); Gunnlaugur Halldórsson læknis: Magnús Magnússon, Hvammi; Willum Andersen, Sólbakka; Árni M. Jónsson og bróðir hans Hinrik Jónsson, Garðinum.




Fiskþurrkun á stakkstœðum Edinborgarverzlunar á árunum 1915—1930. Veifa blaktir á stöng á verzlunarhúsinu. Með henni hefur fólkið verið kvatt saman til vinnu. —
Stakkstœðin voru lögð um aldamót eða upp úr þeim. Þegar Gísli J. Johnsen hóf hinn mikla atvinnurekstur sinn hér, keypti hann meginið af grjótgörðum þeim, sem sjást á mynd þeirri, sem birt er af kauptúninu á öðrum stað hér í ritinu, og notaði það í stakkstæði.









MYNDIRNAR TIL VINSTRI:
Áður en flutningaskip eða hafskip gátu lagzt hér að bryggju, svo að þau yrðu affermd þar, var förmunum kimblað í land á „uppskipunarbátum“.
Í grein Jóns Í. Sigurðssonar, hafnsögumanns, í Bliki 1957 er greint frá því, hvernig gengið var frá flutningaskipum þessum á höfninni (Botninum).
Salti var mokað upp í trog í lest skipsins. Síðan var það látið renna eftir þar til gerðum rennum af öldustokk skipsins ofan í bátana. Saltinu var síðan mokað úr bátunum upp á bryggju. Myndirnar hér til hægri (vinstri á Heimaslóð) gefa góða hugmynd um athafnir þessar.









29. júni 1926 lagðist hafskip að bryggju hér fyrsta sinni. Það var dönsk skonnorta með timburfarm til Verzlunar Gísla Johnsen. — Á myndinni sést skútan liggja við hina nýju bryggju verzlunarinnar.






Síðari hluta júlímánaðar 1926 lagðist eimskip að bryggju hér fyrsta sinni.
Skipið lagðist að Edinborgarbryggjunni og losaði sementsfarm til verzlana hér í Eyjum. Sementinu var lyft upp á flutningabifreiðar við skipshlið. Það þótti mikil nýlunda hér og boða nýja tíma.