Andría Hannesdóttir (Grímshjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Andría Hannesdóttir húsfreyja frá Grímshjalli fæddist 1857 og lést 8. júlí 1900.
Foreldrar hennar voru Hannes Gíslason tómthúsmaður í Grímshjalli, f. í september 1828, d. 4. ágúst 1900, og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, síðar vinnukona í Nýborg, f. 21. júní 1825, d. 10. febrúar 1891.

Andría var 4 ára með foreldrum sínum í Grímshjalli 1860. Þar var einnig hálfsystir hennar Guðríður Jónsdóttir 10 ára.
Þær eru þar líka 1870, 13 og 19 ára.
Andría var 22 ára vinnukona á Fögruvöllum 1880.
Við manntal 1890 var Andría gift húsfreyja í Kuðungi með Hjálmari og börnunum Guðríði 6 ára, Valdemöru Ingibjörgu 4 ára og Jóni á 1. ári. Þar var niðursetningurinn Kristín Jónsdóttir 63 ára.
Við manntal 1901 bjó Hjálmar ekkill í Kufungi (Kuðungi) með dætrunum Valdimöru Ingibjörgu 15 ára og Hjálmfríði Andreu 3 ára.

Maður Andríu, (1886), var Hjálmar Ísaksson skipasmiður í Kuðungi, f. 17. september 1860, d. 3. október 1929.
Börn Andríu og Hjálmars voru:
1. Gísli Hjálmarsson verkamaður, f. 18. janúar 1893, d. 28. ágúst 1913.
2. Guðríður Hjálmarsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, f. 9. janúar 1884, d. 22. maí 1956.
3. Valdemara Ingibjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Götu, f. 27. október 1886 í Þingmúlasókn á Héraði, d. 7. ágúst 1969, kona Friðbjörns Þorkelssonar sjómanns frá Seyðisfirði..
4. Jón Hjálmarsson útgerðarmaður í Sætúni, f. 24. október 1890, d. 18. nóvember 1945, kvæntur Fríði Ingimundardóttur.
5. Hjálmfríður Andrea Hjálmarsdóttir, f. 6. nóvember 1897, d. 29. júní 1960, húsfreyja í Neskaupstað.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.