Friðbjörn Þorkelsson (Götu)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Friðbjörn Þorkelsson sjómaður í Götu fæddist 25. ágúst 1885 á Seyðisfirði og lést 4. maí 1957.
Foreldrar hans voru Þorkell Eiríksson sjómaður á Gjábakka eystri 1910, f. 16. febrúar 1853, d. 18. apríl 1920 og kona hans Sigurveig Samsonardóttir húsfreyja, f. 26. mars 1854, d. 7. ágúst 1930.

Bróðir Friðbjarnar var Kristmann Þorkelsson kaupmaður og útgerðarmaður í Steinholti.

Friðbjörn var með foreldrum sínum í Garðhúsabæ í Reykjavíkursókn 1890, með þeim í Sauðagerði í Reykjavík 1901.
Hann fluttist með foreldrum sínum og systrum, Dagmar og Aðalbjörgu, frá Reykjavík til Eyja 1905, var skráður þar á Gjábakka eystri með Ingibjörgu og foreldrum sínum 1910, en jafnframt leigjandi á Hverfisgötu 21 í Reykjavík, sjómaður á vélbát, „dvelur í Reykjavík um stundarsakir“.
Þau Ingibjörg voru á Gjábakka 1914, í Götu 1918, á Herjólfsgötu 12A 1930.
Friðbjörn dvaldi að síðustu á Elliheimilinu Grund í Reykjavík og lést 1957.

I. Sambýliskona Friðbjarnar var Valdimara Ingibjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1886, d. 7. ágúst 1969.
Börn þeirra hér:
1. Alexander Samson Friðbjarnarson, f. 2. apríl 1907, d. 18. júlí 1907.
2. Óskar Friðbjörnsson bifreiðastjóri, lögregluþjónn, f. 26. október 1908 í Steinholti, d. 18. nóvember 1992.
3. Sigurjón Friðbjarnarson verkamaður, f. 8. febrúar 1911 í Hjálmholti, d. 29. júní 1972.
4. Gísli Hjálmar Friðbjarnarson prentari, forstjóri, f. 19. júní 1914 í Hjálmholti, d. 23. mars 1992.
5. Jónína Rakel Friðbjarnardóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1918 í Götu, d. 23. maí 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.