Hjálmfríður Andrea Hjálmarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Hjálmfríður Andrea Hjálmarsdóttir húsfreyja frá Kuðungi fæddist 6. nóvember 1897 og lést 29. júní 1960.
Foreldrar hennar voru Hjálmar Ísaksson skipasmiður í Kuðungi, f. 7. september 1860, d. 3. október 1929, og kona hans Andría Hannesdóttir húsfreyja, f. 2. október 1857, d. 8. júlí 1899.

Hjámfríður Andrea var á 2. ári, er móðir hennar lést. Hún var með föður sínum í Kuðungi 1901, á Búastöðum 1906, léttastúlka þar 1907, niðursetningur þar 1908, í Steinholti 1909, hjá Ingibjörgu systur sinni á Eystri-Gjábakka 1910.
Hún fluttist til Neskaupstaðar 1917 og var húsfreyja á Melum í Neskaupstað 1920 með Jóni Guðmundssyni, á Vindheimum þar 1930.
Hjálmfríður Andrea var síðast búsett í Reykjavík. Hún lést 1960.

I. Maður Hjálmfríðar Andreu, (14. júní 1919), var Jón Kjerúlf Guðmundsson útgerðarmaður í Neskaupstað, síðar í Reykjavík, f. 13. apríl 1895, d. 4. september 1983.
Barn þeirra var
1. Guðrún Friðrikka Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. febrúar 1921, d. 12. júní 1879.
Fósturdóttir þeirra var
2. Aðalbjörg Guðný Guðnadóttir Kúld húsfreyja í Reykjavík, f. 11. apríl 1918, d. 12. maí 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.