Klauf

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júlí 2005 kl. 12:19 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júlí 2005 kl. 12:19 eftir Smari (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Klauf er stórgrýtt fjara neðan við Breiðabakka norðan við Vík og Stórhöfða.

Jarðfræði

Í Klauf er góð opna í jarðlögin þar sem sést undir hraunið úr Helgafelli í lagskipt móberg frá Sæfjalli. Móbergið er hörðnuð, misgróf gosaska sem varð til við gos sem að mörgu leyti hefur verið líkt Surtseyjargosinu (1963-1967). Víða má sjá för eftir bombur í móberginu þar sem lögin hafa raskast eða svignað undan bombunum. Þetta sést bæði í sniðinu undir hrauninu og þar sem sést ofan á móbergið í fjörunni fyrir neðan sniðið. Bomburnar eru flestar brot úr berggrunninum undir Vestmannaeyjum og setinu þar ofan á. Best er að skoða bomburnar sjálfar í Kinninni þar sem mikill fjöldi þeirra hefur veðrast úr móberginu og eru þær stærstu rúmlega 1 metri í þvermál.