Gerður Jóhannsdóttir (Selalæk)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. febrúar 2018 kl. 16:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. febrúar 2018 kl. 16:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gerður Jóhannsdóttir (Selalæk)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Gerður Hulda Jóhannsdóttir frá Selalæk húsfreyja, húsmæðrakennari fæddist 3. mars 1926 og lést 13. ágúst 2012.
Foreldrar hennar voru Jóhann Markús Vilhjálmsson skipstjóri, útgerðarmaður, verkamaður, f. 13. júlí 1893 í Húnakoti í Djúpárhreppi, Rang., d. 23. júní 1967, og kona hans Lilja Hannesdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1899 í Roðgúl á Stokkseyri, d. 19. apríl 1964.

Gerður Hulda Jóhannsdóttir.

Börn Lilju og Jóhanns:
1. Kristín Hanna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1922 á Strönd, d. 20. september 2006.
2. Gerður Hulda Jóhannsdóttir húsmæðrakennari, f. 3. mars 1926 á Selalæk, d. 13. ágúst 2012.

Gerður var með foreldrum sínum í æsku, nam í Gagnfræðaskólanum 1942-1944, lauk Husassistenteres Fagskole í Kaupmannahöfn 1947 og lauk húsmæðrakennaraprófi 1950.
Gerður var kennari við Húsmæðraskólann á Laugarvatni 1952-1979 Hún sótti námskeið við Glasgow & West of Scotland College of Domestic Science í Glasgow sumarið 1952, fór í námsför til Hollands og Frakklands 1952.
Hún var matráðskona við Vinnuheimilið á Reykjalundi 1950-1951, var kennari á kvöldnámskeiðum Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1950-1951.
Gerður var við matreiðslustörf í íslenska sendiráðsheimilinu í London 1951-1952.
Þau Egill giftu sig 1979 og fluttust til Reykjavíkur. Þar vann Gerður við bandaríska sendiráðið, þá við gagnfræðaskóla í Reykjavík og Mjólkursamsöluna, en kenndi síðan við Fjölbrautarskólann í Breiðholti til starfsloka.
Hún dvaldi að síðust á hjúkrunarheimilinu Eir.
Gerður lést 2012.

I. Maður Gerðar, (1979), var Egill Sigurðsson menntaskólakennari, f. 30. október 1935.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.