Lilja Hannesdóttir (Selalæk)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Lilja Hannesdóttir húsfreyja á Selalæk fæddist 23. júní 1899 í Roðgúl á Stokkseyri og lést 19. apríl 1964.
Foreldrar hennar voru Hannes Jónsson formaður í Roðgúl og á Sæbóli á Stokkseyri, síðan í Eyjum, f. 16. eptember 1864 á Flókastöðum í Fljótshlíð, d. 2. september 1942 í Eyjum, og fyrri kona hans Þorgerður Friðriksdóttir frá Króki í Flóa, húsfreya í Roðgúl, f. 21. apríl 1865, d. 30. nóvember 1907.

Hálfbróðir Lilju, samfeðra, var
1. Haraldur Hannesson skipstjóri í Fagurlyst, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000.

Lilja var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er hún var á níunda árinu.
Hún var með ekklinum föður sínum á Sæbóli á Stokkseyri 1910, var vinnukona í Jómsborg hjá Karólínu Oddsdóttur og Jóni Sighvatssyni 1920.
Hún brá sér til Stokkseyrar til að fæða Kristínu Hönnu 1922. Þau Jóhann giftu sig 1923, bjuggu í Sigtúni 1923-1925, en síðan á Selalæk. Þau eignuðust Gerði þar 1926.
Hjónin fluttu til Reykjavíkur.
Lilja lést 1964 og Jóhann 1967.

I. Maður Lilju, (27. janúar 1923), var Jóhann Markús Vilhjálmsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 13. júlí 1893, d. 23. júní 1967.
Börn þeirra:
1. Kristín Hanna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1922 á Stokkseyri, d. 20. september 2006.
2. Gerður Hulda Jóhannsdóttir húsfreyja, húsmæðrakennari, f. 3. mars 1926 á Selalæk, d. 13. ágúst 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.