Jóhann Vilhjálmsson (Selalæk)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gerður og Hanna Jóhannsdætur

Jóhann Vilhjálmsson fæddist 1893 og lést árið 1967. Hann kom til Vestmannaeyja 1917 og gerðist sjómaður á Blíðu hjá Sigurjóni Sigurðssyni frá Brekkuhúsi.

Formennsku byrjaði Jóhann árið 1921 með Faxa sem var stór og nýr bátur. Eftir það var hann formaður með Helgu og Sæbjörgu. Árið 1935 kaupir Jóhann nýjan bát, ásamt Sæmundi Jónssyni í Jómsborg. Bar hann nafnið Gulltoppur og var Benóný Friðriksson í Gröf formaður.

Eftir að Jóhann hætti á sjónum fór hann að vinna í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. 5 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umföllun

Jóhann Markús Vilhjálmsson skipstjóri, útgerðarmaður, fiskverkamaður fæddist 13. júlí 1893 að Húnakoti í Þykkvabæ í Djúpárhreppi, Rang., d. 23. júní 1967.
Foreldrar hans voru Vilhjálmur Kristinn Vilhjálmsson bóndi, f. 13. ágúst 1851 í Hallskoti í Flóa, drukknaði 21. mars 1895 við Þykkvabæjarsand, og kona hans Guðný Kristín Magnúsdóttir húsfreyja, bóndi, síðan í vinnumennsku, f. 12. október 1854 í Ásmúla í Ásahreppi, Rang., d. 10. nóvember 1939.
Fósturforeldrar Jóhanns voru
Sveinn Guðmundsson bóndi í Vatnskoti í Þykkvabæ í Djúpárhreppi, f. 27. nóvember 1847, d. 19. október 1923, og kona hans Ólöf Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1944, d. 30. júní 1912.

Bróðir Jóhanns var
1. Stefán Vilhjálmsson verkamaður, f. 24. ágúst 1890, d. 29. júní 1973.

Jóhann var niðursetningur í Vatnskoti í Þykkvabæ 1901, uppeldissonur þar 1910.
Hann átti heimili í Jómsborg 1920, en var gestur í Reykjavík.
Þau Lilja eignuðust Kristínu Hönnu á Stokkseyri 1922, giftu sig 1923, bjuggu í Sigtúni 1923-1925, en síðan á Selalæk. Þau eignuðust Gerði þar 1926.
Hjónin fluttu til Reykjavíkur.
Lilja lést 1964. Jóhann var að síðustu hjá Gerði dóttur sinni á Heimakletti á Laugarvatni og lést 1967.

I. Kona Jóhanns, (27. janúar 1923), var Lilja Hannesdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1899 í Roðgúl á Stokkseyri, d. 19. apríl 1964.
Börn þeirra:
1. Kristín Hanna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1922 á Stokkseyri, d. 20. september 2006.
2. Gerður Hulda Jóhannsdóttir húsfreyja, húsmæðrakennari, f. 3. mars 1926 á Selalæk, d. 13. ágúst 2012.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.