Guðmundur Halldórsson verkamaður

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. febrúar 2018 kl. 16:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. febrúar 2018 kl. 16:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðmundur Halldórsson''' verkamaður, blikksmiður, fæddist 3. maí 1892 í Akraneshreppi og lést 1. janúar 1970 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Halldór Ólafsson bóndi á...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Halldórsson verkamaður, blikksmiður, fæddist 3. maí 1892 í Akraneshreppi og lést 1. janúar 1970 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Halldór Ólafsson bóndi á Vestra-Reyni á Skaga, f. 7. mars 1836 í Stokkseyrarseli, Árn., d. 12. maí 1906, og síðari kona hans Þorlaug Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. maí 1853 á Ölvaldsstöðum í Mýrasýslu, d. 12. janúar 1947.

Guðmundur kvæntist Lilju 1938, bjó í fyrstu í Reykjavík, en fluttist með henni til Eyja.
Þau slitu samvistir og skildu.
Guðmundur bjó í Steinholti 1945, síðar í kjallaranum í Sólhlíð 24, Stanleyshúsi hjá Stanley og Sigrúnu Finnsdóttur. Þar vann hann við blikksmíðar auk verkamannavinnu.
Hann var að síðustu vistmaður í Elliheimilinu í Skálholti og lést 1970.

I. Kona hans, (24. nóvember 1938, skildu), var Jónína Lilja Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1920, d. 14. febrúar 2004.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.