Stanley Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Stanley Alexander Guðmundsson sjómaður, verkamaður, verkstjóri fæddist 12. september 1901 á Litlu-Giljá í A-Hún. og lést 31. október 1940.
Foreldrar hans voru Guðmundur Hjálmarsson, þá húsmaður á Litlu-Giljá, síðar bóndi á Þorbrandsstöðum í Langadal og verkamaður á Brúarlandi í Blönduóshreppi í A-Hún., f. 18. mars 1861 í Haga í Sveinsstaðahreppi, A-Hún., d. 1. júlí 1955 á Blönduósi, og kona hans Margrét Sigurlaug Eiríksdóttir húsfreyja frá Harrastaðakoti (nú Neðri-Harrastaðir) í Skagahreppi, A-Hún., f. 1. ágúst 1870, d. 4. júlí 1953.

Stanley var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Þorbrandsstöðum í Langadal 1910.
Hann var vinnumaður á Hjallalandi í Sveinsstaðahreppi 1920.
Stanley fluttist til Eyja 1926, var sjómaður í fyrstu, en síðan verkamaður og verkstjóri.
Þau Sigrún byggðu einnar hæðar hús við Sólhlíð 24 1935 og bjuggu þar.
Stanley lést 1940.

Kona Stanleys var Sigrún Finnsdóttir húsfreyja, saumakonu, f. 13. júlí 1894, d. 7. mars 1972.
Börn þeirra:
1. Gréta Ísfold Stanleysdóttir Draget húsfreyja í Noregi, f. 20. desember 1927 á Heimagötu 26.
2. Perla Finnborg Stanleysdóttir Draget húsfreyja í Noregi, f. 9. júlí 1929 á Hásteinsvegi 8, d. 20. maí 2018.
3. Sigurður Heiðar Stanleysson sjómaður, verkamaður, f. 9. október 1931 á Heiði, d. 21. janúar 2010.
4. Guðrún Ída Stanleysdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 11. mars 1934 á Heiði.
5. Ólöf Finna Stanleysdóttir Svendsen ljósmóðir í Reykjavík og í Þrándheimi í Noregi, húsfreyja, f. 8. maí 1936 í Sólhlíð 24, d. 1. desember 2015.
Fósturbarn Sigrúnar og Stanleys, barn Ingibjargar systur Sigrúnar, er
6. Ingibjörg Finns Petersen húsfreyja, f. 3. mars 1924, d. 15. janúar 2020.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.