Ómar Sveinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ómar Sveinsson, sjómaður, verkamaður fæddist 20. janúar 1959.
Foreldrar hans Sveinn Matthíasson frá Byggðarenda við Brekastíg 15a, sjómaður, matsveinn, útgerðarmaður, f. 14. ágúst 1918, d. 15. nóvember 1998, og síðari kona hans María Eirika Pétursdóttir frá Neskaupstað, húsfreyja, f. 9. nóvember 1923, d. 4. október 2012.

Börn Maríu og Sveins:
1. Matthías Sveinsson vélstjóri, f. 21. september 1943 á Hásteinsvegi 7. Kona hans Kristjana Björnsdóttir.
2. Drengur, f. 18. nóvember 1946 á Hásteinsvegi 7, d. sama dag.
3. Stefán Pétur Sveinsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. september 1948 á Hásteinsvegi 7. Kona hans Henný Dröfn Ólafsdóttir, látin.
4. Sævar Sveinsson skipstjóri, útgerðarmaður f. 23. janúar 1953 á Brimhólabraut 14. Barnsmóðir Eyja Þorsteina Halldórsdóttir. Fyrri kona Svanhildur Sverrisdóttir. Kona hans Hólmfríður Björnsdóttir.
5. Halldór Sveinsson lögregluþjónn, f. 16. október 1956 á Brimhólabraut 14. Kona hans Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir.
6. Ómar Sveinsson verkamaður, f. 20. janúar 1959. Kona hans Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir.
Kjördóttir hjónanna:
7. Cassandra C. Siff Sveinsdóttir, f. 18. ágúst 1960. Fyrri maður Hjörtur R. Jónsson. Síðari maður Peter Skov Andersen. Hún býr í Danmörku. Hún er dóttir Matthildar systur Sveins.

Þau Margrét giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún á eitt barn frá fyrra sambandi. Þau búa á Ólafsfirði.

I. Kona Sveins er Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir, frá Siglufirði, húsfreyja, starfsmaður á Sóla, f. 30. ágúst 1946. Foreldrar hennar Eyjólfur Þorgilsson, f. 28. apríl 1908, d. 21. janúar 1989, og Kristín Ágústa Gunnlaugsdóttir, f. 23. september 1911, d. 19. ágúst 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.