Sóli

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sóli

Húsið Sóli (stundum kallað Sola) stendur við Ásaveg 11.

Nýr leikskóli
Ásavegur 1955

Sóli var byggður um 1930

Leikskólinn Sóli hefur verið starfræktur frá 1960 í gömlu þriggja hæða húsi (frá 1930). Húsið fékk í upphafi norska nafnið Sola en er í dag alltaf kallað Sóli og ber leikskólinn sama nafn. Fjöldi barna hér áður fyrr gat verið dálítið breytilegur og fór það eftir atvinnuástandi hve mörg þau voru. Gat barnafjöldinn orðið meiri en góðu hófi gegndi yfir há síldar og loðnuvertíðir.

Hjallastefnan var tekin upp í september 1998. Hjallastefnan byggir m.a. á jákvæðni, kærleika, einfaldleika, aga og jafnrétti. Kynjaskipting er í leikskólanum en markmið kynjaskipts leikskólastarfs er jákvæð kynjablöndun þar sem báðum kynjum er gert kleift að mætast á jafningjagrundvelli þar sem hvorugt kynið þarf að gjalda fyrir kyn sitt. Bæjaryfirvöld voru jákvæð og styrktu verkefnið í upphafi. Í apríl 2002 var opnaður þriðji kjarninn á Sóla. Ráðgert hafði verið að byggja í áföngum nýjan Sóla en fjármagn skorti og byggingunni frestað. Í staðinn var tekið á leigu húsnæði í Betel við Faxastíg þar sem Hvítasunnukirkjan hafði áður rekið leikskóla. Húsnæði þetta var ágætt og hentaði vel, þrátt fyrir að langt hafi verið á milli kjarna.

Húsnæði Sóla var rifið árið 2007 þegar nýtt húsnæði Sóla var tekið í notkun á lóðinni.

Tæknilegar upplýsingar

  • Heimilisfang:
Ásavegi 11
900 Vestmannaeyjar
  • Sími:
4882250
  • Fax:
4882251
  • Veffang:
www.leikskolinn.is/soli
  • Netfang:
soli@vestmannaeyjar.is
  • Leikskólastjóri:
Helena Jónsdóttir
  • Aðstoðarleikskólastjóri:
Íris Pálsdóttir
  • Opnunartímar:
Mán - Fös 7.30 - 17.00

<meta:creator>Daníel St.</meta:creator> <meta:description>Leikskólinn Sóli</meta:description> <meta:source>www.vestmannaeyjar.is</meta:source>