Henný Dröfn Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Henný Dröfn Ólafsdóttir.

Henný Dröfn Ólafsdóttir verkakona, húsfreyja fæddist 8. október 1948 og lést 17. mars 2003.
Foreldrar hennar voru Ólafur Kristinn Stefánsson múrari frá Hábæ, f. 8. ágúst 1919, d. 29. febrúar 2000, og fyrri kona hans Bjarney Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1927, d. 21. desember 1951 af slysförum.

Börn Ólafs föður hennar og Huldu Þorsteinsdóttur, síðari konu hans eru:
1. Aðalheiður Ólafsdóttir, f. 3. apríl 1962.
2. Sóley Ólafsdóttir, f. 25. nóvember 1964.
3. Þorsteinn Ólafsson, f. 26. ágúst 1966.

Henný var með foreldrum sínum á Hólagötu 21 við fæðingu, á Illugagötu 56 1986.
Hún ólst upp hjá Sigríði Þorsteinsdóttur móðurmóður sinni frá 6 ára aldri, og bjó hjá henni á Brekastíg 36 á unglingsárum sínum, síðar bjó hún á Illugagötu 56, en síðast á Búhamri 12. Hún lauk skyldunámi sínu við Gagnfræðaskólann, stundaði síðan almenna vinnu uns hún giftist Stefáni Pétri Sveinssyni 1968. Þau eignuðust 7 börn, en eitt fæddist andvana.
Henný lést 2003.

Maður Hennýjar, ( 27. júlí 1968), var Stefán Pétur Sveinsson skipstjóri, f. 9. september 1948.
Börn þeirra:
1. María Pétursdóttir hárgreiðslumeistari, f. 3. júní 1968. Fyrri maður hennar, skildu, var Davíð Þór Einarsson sjómaður. Síðari maður hennar er Gunnar Bergur Runólfsson flugvallarstarfsmaður, f. 8. febrúar 1981.
2. Aðalheiður Pétursdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1969. Maður hennar er Friðjón Jónsson sjómaður, f. 18. október 1969.
3. Sveinn Pétursson, f. 30. september 1973, d. 3. ágúst 1991.
4. Erla Björg Pétursdóttir húsfreyja, f. 21. október 1977. Sambýlismaður hennar er Bjarni Þór Guðmundsson, f. 7. desember 1978.
5. Sigurður Freyr Pétursson sjómaður, f. 29. des. 1984.
6. Andvana drengur, f. 18. maí 1987.
7. Guðni Þór Pétursson sjómaður, f. 7. september 1988.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.