Ágústa Þórarinsdóttir (Litlabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ágústa Þórarinsdóttir, húsfreyja, verslunarmaður, stuðningsfulltrúi fyrir fatlaða, fæddist 8. ágúst 1947 á Heimagötu 40, Garðshorni.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Þorsteinsson kaupmaður, f. 29. júlí 1923 í Lambhaga, d. 26. febrúar 1984, og kona hans Guðríður Haraldsdóttir frá Garðshorni við Heimagötu, húsfreyja, f. 2. október 1917, d. 21. desember 1961.

Börn Guðríðar og Þórarins:
1. Steina Kristín Þórarinsdóttir, f. 30. júní 1945 á Hásteinsvegi 9.
2. Ágústa Þórarinsdóttir, f. 8. ágúst 1947 á Heimagötu 40, Garðshorni.
3. Haraldur Þór Þórarinsson, f. 29. mars 1953 í Litlabæ, d. 18. janúar 2019. Kona hans Unnur Baldursdóttir.
4. Guðbjörn Þórarinsson, f. 5. maí 1959, d. 10. maí 1977.

Ágústa eignaðist barn með Trausta 1965.
Þau Jóhann giftu sig, hafa ekki eignast börn saman. Þau búa í Neskaupstað.

I. Barnsfaðir Ágústu er Trausti Fjölmundsson úr Dölum, sjómaður, f. 24. september 1945.
Barn þeirra:
1. Guðríður Traustadóttir, f. 10. nóvember 1965.

II. Maður Ágústu er Jóhann Jónsson frá Skálateigi í Norðfirði, vinnuvélastjóri, f. 20. maí 1952. Foreldrar hans Jón Davíðsson,f. 7. desember 1915, d. 26. júlí 2007, og Gyða Fanney Þorleifsdóttir, f. 20. júlí 1919, d. 15. ágúst 2009.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.