Steina Þórarinsdóttir (Litlabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Steina Kristín Þórarinsdóttir frá Hásteinsvegi 9, húsfreyja fæddist þar 30. júní 1945.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Þorsteinsson kaupmaður, f. 29. júlí 1923 í Lambhaga, d. 26. febrúar 1984, og kona hans Guðríður Haraldsdóttir frá Garðshorni við Heimagötu, húsfreyja, f. 2. október 1917, d. 21. desember 1961.

Börn Guðríðar og Þórarins:
1. Steina Kristín Þórarinsdóttir, f. 30. júní 1945 á Hásteinsvegi 9.
2. Ágústa Þórarinsdóttir, f. 8. ágúst 1947 á Heimagötu 40, Garðshorni.
3. Haraldur Þór Þórarinsson, f. 29. mars 1953 í Litlabæ, d. 18. janúar 2019. Kona hans Unnur Baldursdóttir.
4. Guðbjörn Þórarinsson, f. 5. maí 1959, d. 10. maí 1977.

Steina var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1962.
Þau Snjólfur giftu sig 1967 í Eyjum, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hamri í Breiðdalshreppi, S.-Múl., síðan á Sæbergi þar.

I. Maður Steinu, (6. ágúst 1967 í Eyjum), er Snjólfur Gíslason bifreiðastjóri, rafveiturstjóri, f. 3. janúar 1942 að Hlíðarenda í Breiðdalshreppi. Foreldrar hans Gísli Friðjón Björgvinsson, f. 24. mars 1909, d. 26. mars 1999, og Sigurbjörg Snjólfsdóttir, f. 30. júlí 1915, d. 16. september 1992.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Ásdís Snjólfsdóttir, kennari í Reykjanesbæ, f. 28. desember 1966 í Eyjum.
2. Guðríður Snjólfsdóttir, sjúkraliði, f. 13. febrúar 1968 í Eyjum. Barnsfaðir hennar Trausti Bergland Fjólmundsson. Maður hennar Þorgils Guðmundsson.
3. Þóra Kristinsdóttir, kennari, starfsráðgjafi, f. 13. júní 1973 á Norðfirði. Fyrrum maður hennar Stefán Magnússon.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.