Haraldur Þór Þórarinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Haraldur Þór Þórarinsson.

Haraldur Þór Þórarinsson kaupmaður, verkstjóri fæddist 29. mars 1953 í Litlabæ og lést 18. janúar 2019.
Foreldrar hans voru Þórarinn Þorsteinsson kaupmaður, f. 29. júlí 1923 í Lambhaga, d. 26. febrúar 1984, og kona hans Guðríður Haraldsdóttir frá Garðshorni við Heimagötu, húsfreyja, f. 2. október 1917, d. 21. desember 1961.

Haraldur var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var á tíunda árinu.
Hann varð snemma sjómaður, vann síðan ýmis störf víða um land.
Haraldur Þór vann við verslun föður síns í Turninum 1974-1984 og tók þá við rekstrinum og rak til 1991, síðan var hann verkstjóri í Eyjabergi og Vinnslustöðinni.
Hann var mikill áhugamaður um íþróttir, var meðal annars formaður handknattleiksdeildar Þórs um skeið og var í knattspyrnuráði ÍBV.
Þau Unnur giftu sig 1976, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Kirkjuveg 88, á Fögruvöllum, í Litlabæ, við Áshamar 3b og við Brekkugötu 5.
Haraldur lést 2019.

I. Kona Haraldar, (12. júní 1976), er Unnur Baldursdóttir kennari, f. 20. apríl 1952.
Börn þeirra:
1. Guðríður Haraldsdóttir öryrki, f. 31. október 1975.
2. Júlíana Silfá Haraldsdóttir öryrki, f. 31. ágúst 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


]