Valgerður Sigurðardóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja í Háagarði fæddist 31. ágúst 1822 og lést 3. febrúar 1894.
Foreldrar hennar voru Björg Brynjólfsdóttir húsfreyja í Háagarði, f. 10. mars 1788, d. 6. nóvember 1853, og fyrri maður hennar Sigurður Magnússon bóndi, f. 28,. mars 1794, d. 10. febrúar 1833.

Valgerður var með móður sinni á Vilborgarstöðum 1835, (þ.e. í Háagarði. Hann var á Vilborgarstaðajörðinni), var vinnukona á Ofanleiti 1840 og enn 1846 við fæðingu Sesselju. Hún var húsfreyja í Götu 1849 við fæðingu Sigríðar og enn 1853.
Þau voru komin að Háagarði 1854, þar 1855 með börnin Jósef 8 ára, Björgu 4 ára. Sigurður hafði fæðst í janúar og látist innan viku. Sigríður var í fóstri á Búastöðum.
Sigurður annar hafði fæðst 1857 og látist innan viku og Brynjólfur fæddist 1858 og lést innan viku.
Sveinn fórst 1859, og 1860 var Valgerður ekkja, húsfreyja í Háagarði með börnin Jósef 13 ára og Ragnheiði 5 ára. Sigríður var í fóstri á Búastöðum og Björg var í fóstri í París.
Valgerður var húskona í Háagarði 1870 með Ragnheiði 14 ára hjá sér.
Jósef hafði farist með Blíð 1869. Björg var 18 ára vinnukona í Elínarhúsi og Sigríður var 21 árs niðursetningur í Norðurgarði.
Valgerður var vinnukona í Stakkagerði 1880, en 1890 var hún komin til Ragnheiðar dóttur sinnar og Sigmundar Finnssonar í Uppsölum.
Hún lést 1894.

Maður Valgerðar, (15. maí 1848), var Sveinn Sveinsson sjávarbóndi í Háagarði, f. 26. desember 1825, drukknaði 30. mars 1859.
1. Sesselja Sveinsdóttir, f. 20. júlí 1846, d. 26. júlí 1846 úr ginklofa.
2. Sigríður Sveinsdóttir, f. 18. júní 1849, d. 2. september 1925.
3. Jósef Sveinsson, f. 9. júní 1848, drukknaði 26. febrúar 1869 í Útilegunni miklu.
4. Björg Sveinsdóttir, f. 11. mars 1852, fór til Vesturheims 1902. Maður hennar var Stefán Guðmundur Erlendsson, f. 1. september 1857.
5. Sigurður Sveinsson, f. 5. janúar 1855, d. 11. janúar 1855 úr ginklofa.
6. Ragnheiður Sveinsdóttir, f. 10. ágúst 1856, d. 27. febrúar 1916, kona Sigmundar Finnssonar í Uppsölum.
7. Sigurður Sveinsson, f. 6. október 1857, d. 12. október 1857 úr ginklofa.
8. Brynjólfur Sveinsson, f. 18. október 1858, d. 24. október 1858 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.