Valgeir Sveinbjörnsson (málari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Valgeir Sveinbjörnsson.

Valgeir Sveinbjörnsson málari fæddist 16. október 1941 á Lundi við Vesturveg 12.
Foreldrar hans voru Sveinbjörn Guðlaugsson frá Odda, verslunarstjóri, f. 4. febrúar 1914, d. 6. maí 1994, og kona hans Ólöf Oddný Ólafsdóttir frá Snæfelli við Hvítingaveg 8, húsfreyja, f. 29. september 1914, d. 16. janúar 1986.

Börn Oddnýjar og Sveinbjörns:
1. Halla Sveinbjörnsdóttir, f. 16. janúar 1936 í Ásnesi, d. 2. desember 1943.
2. Ólafur Oddur Sveinbjörnsson vélstjóri, múrarameistari, f. 5. júlí 1938 í Árdal, d. 9. nóvember 2003.
3. Valgeir Sveinbjörnsson málari, tónlistarmaður, f. 16. október 1941 í Odda.
4. Huginn Sveinbjörnsson málarameistari, tónlistarmaður, f. 16. október 1941 í Odda, d. 16. maí 2015.
5. Halla Sveinbjörnsdóttir, f. 2. nóvember 1946 á Hvítingavegi 8.

Valgeir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam málaraiðn hjá Guðna Hermansen 1968-1972 og lauk prófi í Iðnskólanum, lauk sveinsprófi 1972.
Hann flutti til Danmerkur að námi loknu með Ásdísi.
Þau María Halla bjuggu á Faxastíg 33, eignuðust tvö börn, fædd á Akureyri. Þau misstu fyrra barn sitt þriggja mánaða gamalt. María flutti til Akureyrar.
Þau Ásdís giftu sig, fluttu til Danmerkur, eignuðust ekki börn.

I. Fyrrum sambúðarkona Valgeirs var var María Halla Jónsdóttir, síðar húsfreyja í Skjaldarvík og á Ingvörum í Svarfaðardal, f. 20. ágúst 1941 á Akureyri, d. 2. febrúar 1997.
Börn þeirra:
1. Jón Sveinbjörn Valgeirsson, f. 26. nóvember 1960 á Akureyri, dó þriggja mánaða gamall í Eyjum.
2. Edda Björk Valgeirsdóttir húsfreyja, bóndi á Brattavöllum á Árskógsströnd f. 31. desember 1961 á Akureyri. Maður hennar Júlíus Valbjörn Sigurðsson.

II. Kona Valgeirs er Ásdís Sigurðardóttir Þórðarsonar húsfreyja, f. 21. október 1941.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.