Tómas Bjarnason (bifreiðastjóri)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Tómas Bjarnason frá Grindavík, bifreiðastjóri fæddist 17. júlí 1908 og lést 13. september 1950.

Faðir hans var Bjarni bóndi og sjómaður á Þórkötlustöðum í Grindavík 1890, Melbæ þar 1910, dvaldi í skjóli Þorkötlu síðust ár sín, f. 12. ágúst 1855, d. 12. febrúar 1932, Jónsson bónda á Þórkötlustöðum, f. 14. nóvember 1825, d. 13. desember 1882, Jónssonar bónda í Garðhúsum í Grindavík, f. 1780, d. 30. janúar 1841, Jónssonar, og konu Jóns í Garðhúsum, Guðrúnar húsfreyju, f. 1798, Jónsdóttur.
Móðir Bjarna og kona (1850) Jóns á Þórkötlustöðum var Valgerður húsfreyja, f. 7. febrúar 1829 á Hrauni í Grindavík, d. 25. júní 1895 í Akurhúsum þar, Guðmundsdóttir bónda í Kirkjuvogi í Höfnum og á Hrauni í Grindavík, f. 1792 á Járngerðarstöðum í Grindavík, d. 30. september 1854 á Hrauni, Jónssonar bónda á Járngerðarstöðum, f. 1746, d. 23. ágúst 1831, og annarrar konu Jóns á Járngerðarstöðum, Margrétar húsfreyju, f. 1755, d. 14. desember 1809, Andrésdóttur.
Móðir Valgerðar á Þórkötlustöðum og kona Guðmundar á Hrauni var Valgerður húsfreyja frá Klængseli í Gaulverjabæjarhreppi, f. 1794, d. 1. júlí 1850 á Hrauni, Hafliðadóttir bónda í Klængseli 1801, f. 1764, d. 29. júlí 1821, Þorvaldssonar, og konu Hafliða, Guðrúnar húsfreyju, f. 1761, d. 30. september 1821, Jónsdóttur.

Móðir Tómasar og kona Bjarna var Kristín húsfreyja í Grindavík, f. 14. júlí 1863, d. 4. nóvember 1919, Hermannsdóttir sjávarbónda og vefari í Buðlungu í Grindavík, f. 18. mars 1834, d. 9. júní 1911, Jónssonar bónda í Hoftúni á Stokkseyri 1819-1826, síðan vinnumanns í Eystri-Móhúsum þar, f. 24. mars 1793, d. 8. október 1872, Hallssonar, og barnsmóður Jóns Hallssonar, Þuríðar vinnukonu í Eystri-Móhúsum, f. 1807, d. 1839, Sveinsdóttur á Syðra-Seli þar Jónssonar.
Móðir Kristínar og kona Hermanns var Guðrún húsfreyja í Buðlungu í Grindavík, f. 15. ágúst 1835, d. 12. maí 1903, Sveinsdóttir, Akurhúsum í Grindavík 1835 og 1845, f. 1794, d. 1858, Jónssonar bónda á Járngerðarstöðum, f. 1746, d. 23. ágúst 1831, Jónssonar, og annarrar konu Jóns á Járngerðarstöðum, Margrétar húsfreyju, f. 1755, d. 14. desember 1809, Andrésdóttur. (sjá ofar: Sveinn Jónsson og Guðmundur Jónsson voru bræður).

Systur Tómasar voru:
1. Þorkatla Bjarnadóttir húsfreyja í Bjarmahlíð.
2. Sveinbjörg Bjarnadóttir ráðskona í Túni, síðan húsfreyja á Víðivöllum, kona Jóns Bergs Jónssonar frá Ólafshúsum.
Systurdóttir þeirra var
3. Guðbjört Guðbjartsdóttir húsfreyja á Einlandi.

Tómas fluttist til Eyja 1929, var bifreiðastjóri hjá Helga Benediktssyni.
Hann kvæntist Njálu 1930 og bjó í fyrstu með henni á Brekku við Faxastíg 4. Þau eignuðust Jóhönnu Guðbjörgu þar 1931.
Þau fluttust til Reykjavíkur þar sem Tómas var strætisvagnastjóri í 4-5 ár, en þá sneru þau til Eyja, bjuggu á Helgafellsbraut 15 1940, byggðu húsið að Ásavegi 23 1947 og bjuggu þar.
Tómas lést 1950 og Njála 1997.

Kona Tómasar, (24. október 1930), var Njála Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja, f. 22. desember 1909, d. 16. apríl 1997.
Barn þeirra:
1. Jóhanna Guðbjörg Tómasdóttir verkakona, húsfreyja, f. 13. júlí 1931 á Brekku. Maður hennar er Þorsteinn Gísli Óskarsson Laufdal bankastarfsmaður, f. 8. nóvember 1930.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.