Bjarni Jónsson (Grindavík)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Jónsson bóndi og sjómaður á Þórkötlustöðum og Melbæ í Grindavík, síðar á Bjarmalandi fæddist 12. ágúst 1855 og lést 12. febrúar 1932.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Þórkötlustöðum, f. 14. nóvember 1825, d. 13. desember 1882, og kona hans Valgerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1829 á Hrauni í Grindavík, d. 13. desember 1882.

Bjarni var með foreldrum sínum á Þórkötlustöðum í æsku, tók við búsforráðum og var bóndi þar með Kristínu Hermannsdóttur konu sinni 1890, bjó með henni á Hrauni þar 1901, í Melbæ 1910. Þar voru þá börn þeirra Tómas og Jóhanna, hún með dóttur sína Guðbjörtu Guðbjartsdóttur.
Kristín lést 1919 og Bjarni var ekkill, leigjandi í Nesi í Grindavíkurhreppi 1920. Með honum var Tómas 12 ára.
Bjarni fluttist til Þorkötlu dóttur sinnar á Bjarmahlíð 1924 og vann við fiskverkun.
Hann lést 1932.

Kona Bjarna Jónssonar, (1884), var Kristín Hermannsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1863, d. 4. nóvember 1919.
Börn þeirra hér:
1. Jóhanna Bjarnadóttir, f. 4. ágúst 1886, d. 20. ágúst 1962. Hún var móðir Guðbjartar Guðbjartsdóttur húsfreyju á Einlandi, f. 11. október 1906, d. 20. september 1997. Maður hennar var Herjólfur Guðjónsson verkstjóri frá Oddsstöðum.
2. Þorkatla Bjarnadóttir húsfreyja í Bjarmahlíð, f. 25. febrúar 1893, d. 13. júlí 1975. Maður hennar var Kristófer Guðjónsson frá Oddsstöðum, f. 27. maí 1900, d. 11. apríl 1981.
3. Valgerður Bjarnadóttir, f. 15. ágúst 1896, d. 25. maí 1987.
4. Valdís Gíslína Bjarnadóttir, f. 15. október 1902, d. 4. febrúar 1982.
5. Tómas Bjarnason bifreiðastjóri, f. 17. júlí 1908, d. 13. september 1950. Kona hans var Njála Guðjónsdóttir húsfreyja frá Oddsstöðum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.