Sveinbjörg Símonardóttir (Eyri)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Sveinbjörg Símonardóttir.

Sveinbjörg Símonardóttir frá Eyri, húsfreyja, einkaritari fæddist 18. janúar 1934 á Eyri.
Foreldrar hennar voru Símon Guðmundsson útgerðarmaður, verkamaður á Eyri við Vesturveg 25, f. 21. maí 1884 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 2. apríl 1955, og kona hans Pálína Jóhanna Pálsdóttir frá Eyri í Reykjarfirði við Djúp, húsfreyja, f. 29. september 1890, d. 23. nóvember 1980.

Börn Pálínu og Símonar:
1. Sigríður Símonardóttir húsfreyja í Stakkagerði-Vestra og í Reykjavík, f. 10. febrúar 1914 í Reykjavík, d. 27. apríl 1994.
2. Fjóla Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. september 1918 í Reykjavík, d. 29. maí 2010.
3. Guðmundur Einar Símonarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. september 1920 í Reykjavík, síðast í Grindavík, d. 6. nóvember 1998.
4. Unnur Björg Símonardóttir, f. 22. janúar 1922 á Eiðinu, d. 2. júlí 1922.
5. Margrét Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 11. maí 1923 á Brimnesi, d. 23. september 2008.
6. Páll Símonarson, f. 3. maí 1924 á Eyri, d. 12. maí 1924.
7. Helga Símonardóttir húsfreyja, verkakona á Selfossi, f. 4. júlí 1925 á Eyri, d. 16. júní 2011.
8. Karl Símonarson skipstjóri í Reykjavík en lengst í Grindavík, f. 16. nóvember 1926 á Eyri, síðast í Grindavík, d. 12. apríl 1976.
9. Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, síðast á Selfossi, f. 6. desember 1927 á Eyri, d. 13. apríl 2016.
10. Magnús Jónsson, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006. Hann varð kjörbarn Jóns á Hólmi og Stefaníu Einarsdóttur.
11. Sverrir Símonarson verkamaður, sjómaður í Reykjavík og Kópavogi, f. 19. desember 1930 á Eyri, d. 16. nóvember 2016.
12. Unnur Símonardóttir, f. 16. mars 1932 á Eyri, d. 28. júní 1932.
13. Sveinbjörg Símonardóttir ritari í Reykjavík, f. 18. janúar 1934 á Eyri.

Sveinbjörg var með foreldrum sínum á Eyri í frumbernsku. Faðir hennar varð gjaldþrota í Kreppunni 1929, missti tvo báta, sem hann átti hlut í. Þau Pálína þurftu að koma tveim börnum í fóstur, Sigríð ur yngri fór í fóstur að Fagurhól í A-Landeyjum og Helga að Vatnsskarðshólum í Mýrdal og Magnús var gefinn til ættleiðingar. Sveinbjörg fór sjö ára gömul í fóstur til Fjólu systur sinnar á Bíldudal, fluttist með þeim í Hafnarfjörð og síðan fór hún til foreldra sinna í Reykjavík, er hún var ellefu ára.
Sveinbjörg lauk Gagnfræðaskóla Austurbæjar og sat námskeið Verslunarskólans í skrifstofustörfum. Hann vann ritarastörf, var einkaritari skólameistara Iðnskólans í Reykjavík í 30 ár.
Þau Magnús giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Seltjarnarnesi.
Magnús lést 2000.
Sveinbjörg býr á Aflagranda 40 í Reykjavík.

I. Maður Sveinbjargar, (27. júní 1953), var Magnús Jónsson Georgsson rennismiður, forstjóri rekstrar íþróttamannvirkja á Seltjarnarnesi, f. 24. desember 1930, d. 18. janúar 2000. Kjörforeldrar hans voru Georg Júlíus Guðmundsson skipstjóri í Reykjavík, f. 11. janúar 1898, d. 28. febrúar 1977, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 8. nóvember 1907, d. 28. júní 1955.
Kynforeldrar Magnúsar voru Sigurður Sigurðsson Skagfield söngvari, f. 29. júní 1895, d. 21. september 1956, og Borghildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 20. júní 1902, d. 26. október 1986.


ctr
Sveinbjörg og börn hennar.

Börn Sveinbjargar og Magnúsar:
1. Nína Hildur Magnúsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 5. júlí 2. 1953. Maður hennar er Þórður Andrésson.
3. Georg Magnússon tæknimaður hjá RÚV, f. 27. mars 1956. Fyrri kona hans er Ólína Thoroddsen. Síðari kona er Margrét Blöndal.
4. Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, f. 15. nóvember 1963. Fyrri maður hennar er Árni Sigurðsson. Síðari maður er Jón Bjarni Emilsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.