Fjóla Símonardóttir (Eyri)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Fjóla Símonardóttir.

Fjóla Símonardóttir frá Eyri, húsfreyja á Bíldudal og á Hraunvangi 7 í Hafnarfirði fæddist 8. september 1918 og lést 29. maí 2010.
Foreldrar hennar voru Símon Guðmundsson útgerðarmaður, verkamaður á Eyri við Vesturveg 25, f. 21. maí 1884 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 2. apríl 1955, og kona hans Pálína Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1890 á Eyri í Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp, d. 23. nóvember 1980.

Börn Pálínu og Símonar:
1. Sigríður Símonardóttir húsfreyja í Eyjum, Reykjavík og Hafnarfirði, f. 10. febrúar 1914 í Reykjavík, d. 27. apríl 1994.
2. Fjóla Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. september 1918 í Reykjavík, d. 29. maí 2010.
3. Guðmundur Einar Símonarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. september 1920 í Reykjavík, síðast í Grindavík, d. 6. nóvember 1998.
4. Unnur Björg Símonardóttir, f. 22. janúar 1922 á Eiðinu, d. 2. júlí 1922.
5. Margrét Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 11. maí 1923 á Brimnesi, d. 23. september 2008.
6. Páll Símonarson, f. 3. maí 1924 á Eyri, d. 12. maí 1924.
7. Helga Símonardóttir húsfreyja, verkakona á Selfossi, f. 4. júlí 1925 á Eyri, d. 16. júní 2011.
8. Karl Símonarson skipstjóri í Reykjavík en lengst í Grindavík, f. 16. nóvember 1926 á Eyri, síðast í Grindavík, d. 12. apríl 1976.
9. Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, síðast á Selfossi, f. 6. desember 1927 á Eyri, d. 13. apríl 2016.
10. Magnús Jónsson, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006. Hann varð kjörbarn Jóns á Hólmi og Stefaníu Einarsdóttur.
11. Sverrir Símonarson verkamaður, sjómaður í Reykjavík og Kópavogi, f. 19. desember 1930 á Eyri, d. 16. nóvember 2016.
12. Unnur Símonardóttir, f. 16. mars 1932 á Eyri, d. 28. júní 1932.
13. Sveinbjörg Símonardóttir húsfreyja, einkaritari í Reykjavík, f. 18. janúar 1934 á Eyri.


Fjóla var með foreldrum síum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1921, var hjá þeim á Eiðinu 1921 og 1922, á Brimnesi við Bakkastíg 1923, síðar á árinu á Eyri. Hún var með þeim á Eyri 1934.
Hún flutti til Bíldudals 1939 til að vinna þar í rækjuverksmiðju.
Þau Jóhann Líndal Gíslason giftu sig 1940 og bjuggu á Bíldudal, en fluttu til Hafnarfjarðar 1945 þar sem Jóhann varð einn af eigendum Bátalóns ásamt Sigmundi Bjarnasyni, manni Sigríðar eldri systur Fjólu og fleiri. Í Hafnarfirði bjuggu þau síðan á Strandgötu 83.
Fjóla eignaðist ekki börn, en hún fóstraði Sveinbjörgu yngstu systur sína 1941 til 1945.
Fjóla stundaði verslunarstörf. Hjá henni gisti Pálína móðir hennar í nokkur ár og einnig Sigríður eldri systir hennar.
Jóhann Líndal lést 1991.
Fjóla dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún lést 2010.

I. Maður Fjólu, (20. desember 1940), var Jóhann Líndal Gíslason frá Bíldudal, skipasmíðameistari, f. 20. desember 1911, d. 31. janúar 1991. Foreldrar hans voru Gísli Jóhannsson frá Suður-Hamri á Barðaströnd, skipasmiður á Bíldudal, f. 1. september 1882, d. 24. desember 1960, og Alexandra Leopoldína Guðmundsdóttir frá Flatey á Breiðafirði, húsfreyja, f. 28. desember 1878, d. 16. janúar 1960.
Fósturbarn þeirra er systir Fjólu
1. Sveinbjörg Símonardóttir húsfreyja, einkaritari í Reykjavík, f. 18. janúar 1934.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 4. júní 2010. Sveinbjörg Símonardóttir. Minning Fjólu.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.