Svava Björnsdóttir (sjúkraliði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Svava Björnsdóttir.

Svava Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, sjúkraliði, verslunarmaður fæddist 10. nóvember 1932 og lést 10. maí 2007 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Björn Zophonías Sigurðsson skipstjóri frá Vatnsenda í Héðinsfirði, f. 4. nóvember 1892, d. 30. ágúst 1974, og kona hans Eiríkssína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, húsfreyja, verkalýðsleiðtogi, bæjarfulltrúi, f. 11. apríl 1897, d. 18. september 1960.

Börn Eiríksínu og Björns í Eyjum:
1. Halldóra Guðrún Björnsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 5. júlí 1921, d. 4. júní 2009, kona Boga Jóhannssonar.
2. María Stefanía Björnsdóttir húsfreyja, 13. september 1931, d. 25. október 2010, kona Hafsteins Júlíussonar.
3. Svava Björnsdóttir sjúkraliði, verslunarmaður, f. 10. nóvember 1932, d. 10. maí 2007. Maður hennar Hrafnkell Guðjónsson.
4. Sigríður Bjarney Björnsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1934, kona Garðars Júlíussonar.

Svava var með foreldrum sínum, en lauk 3. bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1950. Hún lærði mæðra- og barnaumönnun við Ríkissjúkrahúsið í Osló í Noregi, síðar lauk hún sjúkraliðaprófi hér á landi.
Svava vann við fornbókaverslun Guðjóns Guðjónssonar tengdaföður síns á Hverfisgötu 16 í Reykjavík 1976, tók við rekstrinum 1978 og vann þar til 2003.
Þau Hrafnkell giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn.
Svava lést 2007 og Hrafnkell 2017.

I. Maður Svövu, (2. júní 1956), var Hrafnkell Guðjónsson kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík, f. 17. mars 1931 í Eyjum, d. 14. júní 2017. Foreldrar hans voru Guðjón Guðjónsson, f. 5. apríl 1902, d. 20. september 1985, og Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir, f. 7. júlí 1899, d. 1. janúar 1975.
Börn þeirra:
1. Soffía Hrafnkelsdóttir viðskiptafræðingur í Bandaríkjunum, f. 7. janúar 1958. Maður hennar Einar Gunnar Einarsson.
2. Helga Jóhanna Hrafnkelsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 16. mars 1960. Maður hennar Pálmi Karlsson, látinn.
3. Heimir Hrafnkelsson verslunarmaður, f. 20. október 1965.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.