Hafsteinn Júlíusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hafsteinn Júlíusson frá Stafholti, múrarameistari fæddist þar 8. júní 1928 og lést 15. febrúar 1990.
Foreldrar hans voru Júlíus Jónsson múrarameistari, f. 31. júlí 1895, d. 4. september 1978, og fyrri kona hans Sigurveig Björnsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1891, d. 27. september 1934.
Stjúpmóðir Hafsteins var Gíslína Sigríður Helga Einarsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1900, d. 12. ágúst 1968.

Börn Sigurveigar og Júlíusar:
1. Björn Sigurður Júlíusson læknir, f. 1. október 1921, d. 6. mars 1995.
2. Helga Sigurbjörg Júlíusdóttir húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 26. júní 1923, d. 29. mars 2019.
3. Sigríður Ragna Júlíusdóttir húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 28. janúar 1926, d. 25. júní 2008.
4. Jóna Margrét Júlíusdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 2. febrúar 1927.
5. Hafsteinn Júlíusson múrarameistari, síðar í Kópavogi, f. 8. júní 1928, d. 15. febrúar 1990.
6. Garðar Júlíusson rafvirkjameistari, síðar í Kópavogi, f. 10. nóvember 1932, d. 26. ágúst 1988. Börn Júlíusar og síðari konu hans Gíslínu Sigríðar Helgu Einardóttur:
7. Stúlka, f. 21. nóvember 1938, d. sama dag.
8. Sigurveig Júlíusdóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, f. 27. desember 1940 í Stafholti.

Hafsteinn var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en móðir hans lést, er hann var á sjöunda árinu. Hann var með föður sínum og síðar honum og Gíslínu.
Hann var skipverji á Guðrúnu VE 163, er hún fórst 1953. Fjórir skipverja björguðust við harðan leik í gúmbáti, en fimm fórust.

Hafsteinn lærði múrverk hjá föður sínum og í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi og vann við iðnina í Eyjum.
Hann tók meistarapróf í greininni í Reykjavík 1967 og árið 1968 hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur og var verktaki að múrverki í byggingariðnaðinum og tók m.a. þátt í að byggja við hús Lagadeildar Háskólans, hús Veðurstofu Íslands, Þinghólaskóla í Kópavogi, Æfingaskóla Kennaraskólans, Heyrnleysingjaskólann, íbúðir og verslunarhús við Hamraborg í Kópavogi, stækkun kerskála Álverksmiðjunnar í Straumsvík og annaðist viðhald kerjanna um nokkur ár.
Hann gerðist fiskverkandi og stjórnaði síldarsöltun á Seyðisfirði 3 sumur.
Hafsteinn átti hlut í Vinnslustöðinni og var um skeið í útgerð. Árið 1985 keypti hann Akurfell hf. og rak það síðan, en fyrirtækið annast innflutning á kælibúnaði fyrir fyrirtæki. Hafsteinn sat í stjórn Múrarameistarafélags Reykjavíkur í mörg ár.
Þau María Stefanía giftu sig 1951 á Siglufirði, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í fyrstu á Litlu-Heiði, byggðu húsið við Heiðarveg 26 og bjuggu þar uns þau fluttu til Kópavogs 1963. Þar bjuggu þau við Hlíðarveg og í Kastalagerði.
Hafsteinn lést 1990 og María 2010.

I. Kona Hafsteins, (16. júní 1951), var María Stefanía Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. þar 13. september 1931, d. 25. október 2009.
Börn þeirra:
1. Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 9. september 1951 að Litlu-Heiði. Maður hennar Bjarni Ragnarsson.
2. Eiríksína Kristbjörg Hafsteinsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 20. júní 1955 að Boðaslóð 26. Maður hennar Óskar Sverrisson.
3. Guðný Hafsteinsdóttir húsfreyja, kennari, f. 19. júlí 1956 að Boðaslóð 26. Sambúðarmaður hennar Jóhannes Sveinsson.
4. Sigurður Hafsteinsson byggingatæknifræðingur, f. 3. ágúst 1959 að Boðaslóð 26. Kona hans Svava Aldís Viggósdóttir.
5. Júlíus Geir Hafsteinsson trésmiður, f. 1. janúar 1963 að Boðaslóð 26. Kona hans Margrét Herdís Guðmundsdóttir.
6. Þröstur Hafsteinsson blikksmiður, f. 20. janúar 1964. Kona hans Hrafnhildur Karlsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.