Svava B. Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Svava Björk Johnsen Hlöðversdóttir frá Saltabergi, húsfreyja, strarfsmaður Hraunbúða fæddist 7. ágúst 1959.
Foreldrar hennar voru Jón Hlöðver Johnsen sjómaður, útgerðarmaður, bankastarfsmaður, f. 11. febrúar 1919 í Frydendal, d. 10. júlí 1997, og kona hans Sigríður Haraldsdóttir frá Garðshorni, húsfreyja, f. 29. júní 1916 á Strandbergi, d. 17. febrúar 1993.

Barn Sigríðar:
1. Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 5. janúar 1937, kona Guðna Pálssonar frá Þingholti.
Börn Sigríðar og Hlöðvers:
2. Margrét Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, starfsmaður mötuneytis, fædd 7. nóvember 1942. Maður hennar Hrafn Steindórsson.
3. Sigríður Johnsen Hlöðversdóttir kennari, skólastjóri Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, fædd 28. júlí 1948. Fyrri maður Þorkell Húnbogason Andersen. Síðari maður Garðar Jónsson.
4. Anna Svala Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, ræstitæknir, myndlistarmaður, rekur galleríið Svölukot, f. 3. janúar 1955. Maður hennar Guðjón Jónsson.
5. Haraldur Geir Hlöðversson fyrrum lögreglumaður, klifurleiðsögumaður, f. 24. júlí 1956. Fyrri kona Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir. Kona hans Hjördís Kristinsdóttir.
6. Svava Björk Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 7. ágúst 1959. Maður hennar var Eggert Garðarsson.

Svava var með foreldrum sínum í æsku. Hún lauk fjórða bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1977.
Þau Eggert giftu sig 1979, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Áshamri 37, Brimhólabraut 18, Saltabergi og síðan á Fjólugötu 13.
Svava vann hjá Íþróttamiðstöðinni í 27 ár. Hún vinnur nú við aðhlynningu í Hraunbúðum. Eggert lést 2016.

I. Maður Svövu, (11. febrúar 1979), var Eggert Garðarsson vélvirkjameistari, meðeigandi Vélaverkstæðisins Þórs, f. 3. febrúar 1957, d. 29. janúar 2016.
Börn þeirra:
1. Edda Björk Eggertsdóttir viðskiptafræðingur, vinnur hjá Samgöngustofu í Reykjavík, f. 28. mars 1976. Barnsfeður hennar Sumarliði Árnason og Jón Andri Finnsson. Sambúðarmaður Einar Örn Hreinsson.
2. Anton Örn Eggertsson matsveinn hjá fyrirtækinu Gott í Eyjum og meðeigandi að Pizzugerðinni þar, f. 12. júní 1991. Sambýliskona hans Hildur Rún Róbertsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.