Klif
(Endurbeint frá Stóra-Klif)
![](/images/thumb/1/19/Klif_sed_fra_basaskersbryggju.jpg/350px-Klif_sed_fra_basaskersbryggju.jpg)
Klif er samheiti yfir tvö fjöll sem standa í norðurklettum Heimaeyjar, Stóra-Klif og Litla-Klif
Stóra-Klif er norðar og austar en Litla-Klif. Það er líka hærra og þverara, eins og nafnið gefur til kynna. Bæði fjöllin eru móbergsstapar, en töluvert lausari í sér en t.d. Heimaklettur. Klifin eru bæði með flatan topp.
Á Stóra-Klifinu eru nánast öll helstu fjarskiptamöstur Vestmannaeyja.
![](/images/thumb/b/bb/Solarl5a.jpg/300px-Solarl5a.jpg)