Steinunn Einarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Steinunn María Einarsdóttir.

Steinunn María Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 11. júlí 1949 og lést 27. júní 2016,
Foreldrar hennar voru Einar Guðmundur Ólafsson frá Búðarfelli, sjómaður, vélstjóri, húsvörður, f. 13. mars 1921, d. 2. desember 1984, og síðari kona hans Sigrún Rósa Steinsdóttir úr Hafnarfirði, húsfreyja, f. 12. október 1920, d. 16. nóvember 2016.

Barn Einars og fyrri konu hans Árnu Jóhönnu Jónsdóttur:
1. Guðný Fríða Einarsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1941.

Börn Einars og síðari konu hans Sigrúnar Rósu Steinsdóttur:
2. Steinunn María Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 11. júlí 1949 í Hafnarfirði, d. 27. júní 2016. Maður hennar er Páll Einarsson bæjarritari í Eyjum um skeið.
3. Ólafur Einarsson forstöðumaður á Torfastöðum í Árnessýslu, f. 13. maí 1952. Kona hans er Drífa Kristjánsdóttir húsfreyja og forstöðukona.
4. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ, f. 25. maí 1955. Kona hans er Sigríður Dísa Gunnarsdóttir.

Barn Einars og barnsmóður hans Áslaugar Sigríðar Sæmundsdóttur:
5. Áslaug Anna Einarsdóttir húsfreyja á Akranesi, f. 3. desember 1947 á Stokkseyri. Maður hennar, (skildu), var Magnús Karlsson sjómaður á Akranesi.

Steinunn var með foreldrum sínum í æsku, varð gagnfræðingur í Flensborg í Hafnarfirði 1966, var í Skiringssal Folkehögskole í Noregi 1966-1967.
Hún lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í júní 1971.
Steinunn var hjúkrunarfræðingur á kvennadeild Landspítalns frá 1. júlí 1971, deildarstjóri þar 1972 til vors 1975, hjúkrunarfræðingur þar frá hausti 1975 til desember 1977, á Barnaspítala Hringsins, vökudeild frá 1. febrúar 1979, aðstoðardeildarstjóri á Vífilsstöðum 1. september 1979 til 31. desember 1982 nema við Langenud sykehjem í Noregi júní-júlí 1982, deildarstjóri á Hrafnistu, Hafnarfirði, hjúkrunardeild 1. janúar 1983 til 20. apríl 1985, hjúkrunarfræðingur 1. nóvember 1985 til 2. október 1986.
Steinunn fluttist til Eyja 1986, var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1. febrúar 1987, einnig á Heilsugæslustöð Vestmannaeyja, en lengst var hún deildarstjóri á lyflækningadeild Sjúkrahússins til um 2006.
Þá var hún í stjórn Vestmannaeyjadeildar Hjúkrunarfélagsins 1987-1988.
Hún var trúnaðarmaður Hjúkrunarfélags Íslands 1979-1982, í framkvæmdastjórn félagsins 1983-1984 og í ýmsum nefndum á vegum þess.
Þau Páll giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Foldahrauni 38c í Eyjum, en fluttust úr Eyjum að Ásakór 13 í Kópavogi 2010.
Steinunn lést 2016.

I. Maður Steinunnar Maríu, (28. nóvember 1970), er Páll Einarsson viðskiptafræðingur, bæjarritari í Eyjum, síðar fjármálastjóri þar, f. 30. apríl 1949.
Börn þeirra:
1. Sigrún Birgitte Pálsdóttir fótaaðgerðafræðingur í Hafnarfirði, f. 25. apríl 1968.
2. Einar Pálsson garðyrkjubóndi á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal í Borgarfirði, f. 28. maí 1975. Kona hans Kristjana Jónsdóttir.
3. Gunnar Þór Pálsson sölumaður hjá Íslandsferðum, f. 22. janúar 1985. Sambýliskona Chloë Malzac.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 6. júlí 2016. Minning.
  • Páll Einarsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.