Sigurður Heiðar Stanleysson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Heiðar Stanleysson.

Sigurður Heiðar Stanleysson frá Sólhlíð 24, sjómaður, vélstjóri, bifreiðastjóri, byggingaverkamaður fæddist 9. október 1931 á Heiði og lést 21. janúar 2010 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Stanley Alexander Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 12. september 1901 á Litlu-Giljá í A.-Hún., d. 31. október 1940, og kona hans Sigrún Finnsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 13. júlí 1894 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 7. mars 1972.

Börn Sigrúnar og Stanleys:
1. Gréta Ísfold Stanleysdóttir Draget húsfreyja í Noregi, f. 20. desember 1927 á Heimagötu 26.
2. Perla Finnborg Stanleysdóttir Draget húsfreyja í Noregi, f. 9. júlí 1929 á Hásteinsvegi 8.
3. Sigurður Heiðar Stanleysson sjómaður, vélstjóri, bifreiðastjóri, verkamaður, f. 9. október 1931 á Heiði, d. 21. janúar 2010.
4. Guðrún Ída Stanleysdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 11. mars 1934 á Heiði.
5. Ólöf Finna Stanleysdóttir Svendsen ljósmóðir í Reykjavík og í Þrándheimi í Noregi, húsfreyja, f. 8. maí 1936 í Sólhlíð 24, d. 1. desember 2015.
Fósturbarn Sigrúnar og Stanleys, barn Ingibjargar systur hennar, var
6. Ingibjörg Finns Petersen húsfreyja, f. 3. mars 1924, d. 15. janúar 2020.

Sigurður var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en faðir hans lést, er Sigurður var níu ára. Hann var með móður sinni.
Hann stundaði snemma sjómennsku, varð vélstjóri og var á ýmsum bátum, m.a. á Gullþóri, Leó, Sjöstjörnunni, Voninni, Björgvin og Gjafari.
Eftir flutning til Reykjavíkur vann Sigurður á ýmsum bátum á Suðurnesjum. Hann varð síðar bifreiðastjóri hjá Steypustöðinni í Reykjavík og var síðan byggingaverkamaður og að síðustu vann hann hjá Faxaflóahöfnum.
Þau Elísabet giftu sig 1954, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau bjuggu á Hólagötu 23, á Heiðarvegi 13 og við Sólhlíð 24.
Í Reykjavík bjuggu þau í Skipasundi 5, og að Völvufelli 50 frá 1972.
Elísabet lést 2009.
Sigurður dvaldi að síðustu á Hrafnistu og lést 2010.

I. Kona Sigurðar, (18. september 1954), var Elísabet Kristjánsdóttir frá Flatey á Skjálfanda, húsfreyja, verkakona, f. 20. nóvember 1934 í Nýjabæ þar, d. 27. janúar 2009.
Börn þeirra:
1. Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. október 1954. Maður hennar Birgir Benediktsson.
2. Sigtryggur Sigurðsson sjómaður, f. 17. maí 1956, d. 30. september 2019. Barnsmæður hans Áslaug Hauksdóttir og Jónína Margrét Einarsdóttir.
3. Drengur, f. 1961, d. 1961.
4. Óskar Stanley Sigurðsson sjúklingur, f. 10. nóvember 1963.
5. Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri í Borgarnesi, f. 30. nóvember 1965. Barnsmóðir hans Kolbrún Matthíasdóttir. Kona hans Dagný Hjálmarsdóttir.
6. Sigurður Heiðar Sigurðsson rafvirki, f. 12. ágúst 1968. Barnsmæður hans Guðrún Ósk Hjaltadóttir og Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.