Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Menntun sjómanna: Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum


Auk beinnar kennslu voru við skólann haldnir margir fyrirlestrar með kvikmyndasýningum.
Hannes Hafstein erindreki SVFI, flutti erindi um slysavarnir og björgun mannslífa á sjó, en áður hafði farið fram árleg björgunaræfing í Herjólfsdal undir umsjón formanns Björgunarsveitar Björgunarfélagsins.
Gunnar Pétursson frá Brunamálastofnun ríkisins flutti erindi og sýndi kvikmyndir um brunavarnir.
Kjartan B. Kristjánsson verkfræðingur flutti fyrirlestra m. kvikmyndum um vinnustjórn og vinnuhagræðingu. Páll Guðmundsson, starfsmaður sjóslysanefndar, hélt fyrirlestur um slys um borð í fiskiskipum. Jóhann J. E. Kúld, fræðslufulltrúi Fiskimats ríkisins, flutti fróðlegt erindi um fiskmeðferð og verkun sjávarafurða. Þá komu í byrjun apríl, skömmu fyrir lokapróf II. bekkjar, 2 tæknimenn frá Decca-fyrirtækinu og kynntu staðarákvörðunartæki Decca með kvikmyndum, kortum og líkitæki. Gáfu þeir skólanum gott safn rennimynda (slides), svo og kort.
Á vetrinum fóru nemendur eins dags æfingarferð með skipum Hafrannsóknarstofnunar. Nemendur I. bekkjar fóru með r/s. Hafþór, en skipstjóri var Valgarður Þorkelsson. Farið var á grunn hér vestan Eyja, æfð köstun síldar-nótar svo og almenn sigling og notkun siglingatækja.

Nemendur II. bekkjar fóru út með r/s. Bjarna Sæmundssyni undir skipsstjórn Sæmundar Auðunssonar, en leiðangursstjóri var Guðni Þorsteinsson. Nýtt fiskitroll var reynt og voru auk nemenda með í ferðinni netagerðarmenn héðan úr Vestmannaeyjum.

Nemendur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum skólaárið 1971-1972.

Þessar ferðir eru ákaflega gagnlegar og hressandi innskot í námstímanum, sem er með stífri stundatöflu.

Einnig er mjög lærdómsríkt fyrir nemendur að ræða við skipstjóra og leiðangurssstjóra þessara skipa, sem eru hafsvæðunum í kringum landið mjög vel kunnugir, eins og fram kemur í grein, sem tekin er úr skýrslu eins nemanda um ferðina.
Ameríska bókasafnið gaf 20 fróðlegar bækur í flokknum Natural Science, en bókasafnið hefur áður sent skólanum ágæt kort af tunglinu og gangi sjávarfalla.
Loftur Bjarnason útgerðarmaður í Hafnarfirði sendi skólanum á haustmánuðum stórgjöf, sem er líkan af landgrunninu. Hefur Páll Ragnarsson aðstoðarsiglingamálasstjóri gert líkan þetta.
Fiskiðjan hf. gaf skólanum sjónvarpstæki, sem var utanbæjarmönnum á heimavist, svo og nemendum Stýrimannaskólans og Vélskólans, sem bjuggu úti í bæ, til mikillar ánægju; svo og gagns við enskukennslu í sjónvarpi, sem nemendur fylgdust með.
Slysavarnardeildin Eykyndill gaf skólanum blásturs- og öndunartæki; en deildin gaf þannig tæki í alla báa hér í höfn. Ísfélag Vestmannaeyja gaf nokkrar bækur.

Útgerð Halkions gaf morselampa. Decca-fyrirtækið gaf kort og myndir eins og fyrr er að vikið. Við skólaslitin gáfu þeir bræður Björn og Tryggvi Guðmundssynir 10.000 kr. í minningarsjóð þeirra bræðra um foreldra sína, hjónin frá Miðbæ, Áslaugu Eyjólfsdóttur og Guðmund Eyjólfsson. Sjóðurinn, sem ætlaður er til styrktar efnalitlum nemendum við Stýrimannaskólann, er nú 110.000 kr.

Nemendur í I. bekk Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum veturinn 1971-1972. 1. röð frá vinstri: Steindór Árnason, Sigþór Pálsson, Ólafur Þorkell Pálsson, Þorsteinn Jónsson. 2. röð: Örn Snorrason, Jón Valtýsson, Lúðvík Einarsson, Páll Grétarsson. 3. röð: Gísli Tómas Ívarsson, Kristján B. Laxfoss, Ólafur Svanur Gestsson. 4. röð: Birgir Smári Karlsson, Símon Sverrisson, Atli Sigurðsson.

Skólinn þakkar allar þessar gjafir og hlýhug.

Fiskimannapróf 1. stigs var haldið í lok mars og luku 11 nemendur prófi: Atli Sigurðsson, Vestm., Birgir Smári Karlsson, Grindavík, Gísli Tómas Ívarsson, Vestm., Jón Valtýsson, Vestm., Lúðvík Einarsson, Breiðdalsvík, Ólafur Svanur Gestsson, Bolungavík, Ólafur Þorkell Pálsson, Kópavogi, Kristján B. Laxfoss, Vestm., Steindór Árnason, Vestm., Þorsteinn Jónsson, Vest., og Örn Snorrason, Siglufirði.
Hæstu einkunn hlaut Lúðvík Einarsson, Ási, Breiðdalsvík, 7,53, sem er mjög góð ágætiseinkunn. Annar var Steindór Árnason, Vestmannaeyjum með 7,0.

Fiskimannapróf II. stigs var haldið í lok apríl og byrjun maí. Prófinu luku 13 nemendur: Ástvald Bern Valdimarsson, Hornafirði, Birgir Bernódusson, Vestm., Hermann Ragnarsson, Húsavík, Hólmar Víðir Gunnarsson, Breiðdalsvík, Jón Bondó Pálsson, Vestm., Jón Einar Jónsson, Neskaupstað, Jón Sveinbjörnsson, Neskaupstað, Jóhann Halldórsson, Vestm., Jóhann Runólfsson, Vestm., Kristján Guðmundsson, Ísafirði, Sigurður Pálmi Pálsson, Breiðdalsvík, Sverrir Gunnlaugsson, Vestm., Þórarinn Ingi Ólafsson, Vestm.

Nemendur í II. bekk Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum veturinn 1971-1972. 1. röð frá vinstri: Sigurður Pálmi Pálsson, Ástvald Valdimarsson, Jón Einar Jónsson. 2. röð: Jóhann Runólfsson, Hermann Ragnarsson, Jón Bondó Pálsson. 3. röð: Kristján Guðmundsson, Jóhann Halldórsson, Birgir Bernódusson. 4. röð: Þórarinn Ingi Ólafsson, Sverrir Gunnlaugsson. 5. röð: Jón Sveinbjörnsson, Hólmar Víðir Gunnarsson, Ólafur Guðjónss.

Prófdómarar voru Róbert Dan Jensssn, Rvk, Angantýr Elíasson og Kristinn Pálsson í siglingafræðifögum, en í öðrum greinum Hörður Bjarnason, Einar Guttormsson, Bogi Sigurðsson, Einar Guðmundsson, Einar Haukur Eiríksson og Jón Hjaltason, sem var formaður prófnefndar.

Hæstu einkunn hlaut Sverrir Gunnlaugsson, 7,30, sem er ágætiseinkunn, annar var Hermann Ragnarsson með 7,10, mjög há 1. eink., þriðji Þórarinn Ingi Ólafsson með 7,07. Hæst er gefið 8.
Sverrir fékk bókaverðlaun frá skólanum. Við skólaslitin afhenti Friðfinnur Finnsson bréfapressu Sjóvá, en á Sjómannadaginn verða afhent verðlaun Verðandi fyrir hæstu einkunn, Verðanda-úrið, svo og skjöldur glæsilegur, sem Einar Sigurðsson útgerðarmaður hefur gefið fyrir hæstu einkunn undanfarin ár.
Viðurkenningu úr verðlaunasjóði frú Ástu Sigurðardóttur og Friðfinns Finnssonar fyrir ástundun og reglusemi víð namið hlutu: Úr I. bekk: Steindór Árnason. Úr II. bekk: Þórarinn Ingi Ólafsson.
Hæstu einkunn í siglingafræði hlaut Sverrir Gunnlaugsson, 46 stig af 48 mögulegum og fékk í verðlaun bókina Hafísinn.
Um vöxt skólans og viðgang er það að segja, að nú liggur fyrir á Alþingi stjórnarfrumvarp, þar sem inntökuskilyrðum og fleiru verður breytt til samræmis við lög um Stýrimannaskólann í Reykjavík, sem voru samþykkt nú í vetur á þinginu.
Með fleiri nemendum og auknum tækja- og bókakosti er farið að gæta þrengsla í skólahúsinu. Vestmannaeyingar verða nú að fara að sýna hver alvara þeim er í að gera Vestmannaeyjar að skólabæ sjávarútvegsins eins og allir eru sammála um; a. m. k. í orði. Verður hið fyrsta að hefja undirbúningsframkvæmdir við skólabyggingu með aðstöðu til heimavistar fyrir fleiri nemendur.

Með framsýni og dug þyrfti að koma þessu máli fram. Hér í bæ er nú komin á stofn rannsóknarstofa í þágu fiskiðnaðarins, og með stofnun fiskiðnskóla yrði skóli sjávarútvegsins mjög bráðlega um 100 manna skóli. Undirbúning allan þarf að vanda vel og gefa sér tíma tii hlutanna.
Í sjómannaskólunum í Vestmannaeyjum voru í vetur, er flest var, um 70 nemendur: 30 nemendur í Stýrimannaskólanum 26 nemendur í Vélskólanum 12 nemendur í Matsveinaskóla.
Þetta er mál, sem allir, er hafa áhuga á framgangi sjávarútvegsins verða að halda vakandi.
Þannig stofnun getur orðið sjómönnum og byggðarlaginu til mikils viðgangs og eflingar á hinum fjölmörgu sviðum útvegsins, bæði vegna bættrar meðferðar og nýtingar aflans, svo og veiðarfærarannsókna, en Vestmannaeyingar eiga mjög færa netagerðarmenn.
Góður námsmaður: Sævaldur Elíasson lauk farmannaprófi sl. vor með hæstu einkunn frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík eins og um var getið í síðasta blaði. Sævaldur fór sl. haust á Varðskipadeild skólans og var þar langhæstur 14 nemenda með 7,55, sem er mjög góð ágætiseinkunn. Við óskum Sævaldi til hamingju með þennan ágæta árangur. Hann var sl. vetur stýrimaður á Þórunni Sveinsdóttur með Sigurjóni Óskarssyni.