Angantýr Elíasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Stökkva á: flakk, leita
Angantýr

Angantýr Elíasson fæddist í Bolungarvík 29. apríl 1916 og lést 18. júní 1991. Kona hans var Sigríður Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð. Þau bjuggu í Hlaðbæ en byggðu húsið við Grænuhlíð 8 og fluttu inn árið 1959. Það fór undir hraun.

Angantýr, eða Týri eins og hann var gjarnan kallaður, starfaði við embætti bæjarfógetans í Vestmannaeyjum. Síðar var hann hafnsögumaður og hafnarvörður.

Angantýr var einnig formaður, byrjaði með Mýrdæling 1941-1943, Hrafnkel goða 1944, Maí 1945, Ófeig II 1946, Sídon sumarið 1946-1955, (hét Vörður 1952-1955.) og Hafdísi ÍS 75 1956-1957. Angantýr átti hlut í Sídon.

Loftur Guðmundsson samdi eitt sinn formannsvísu um Angantý:

Hrafnkeli goða að hafi snýr
horskur að drengjamati
orðvar og prúður Angantýr
enginn veifiskati.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Angantý:

Angantýr á ufsa mó
ýtir þrátt til fanga,
Sídon þó að kylju kló
klappi þétt á vanga.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Angantýr straum á strangan
stýrir með brosi hýru.
Hafdís mót kólgu kafi
knýr Elíasar fírinn.
Loðnunginn brims úr boða
bragn veiðir net í lagnar.
Meiðurinn höpp og heiður
hlýtur með sóma nýtur.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
  • Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1995.

  • ´Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.