Sigurjón Jónsson (Valhöll)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurjón Jónsson bifreiðastjóri fæddist 5. mars 1898 og lést 1. nóvember 1981.
Foreldrar hans voru Jón Einarsson bókbindari, bóndi, f. 28. júlí 1867, d. 21. ágúst 1916, og kona hans Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1868 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, f. 9. september 1868, d. 13. febrúar 1955.

Börn Jóns og Jóhönnu voru:
1. Einar Jónsson símaverkstjóri, síðast í Reykjavík, f. 28. apríl 1892, d. 9. apríl 1994.
2. Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja á Reykjum, f. 10. október 1894, d. 20. desember 1989.
3. Magnús Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður á Arnarfelli, f. 16. febrúar 1897, d. 8. ágúst 1927.
4. Sigurjón Jónsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 5. mars 1898, d. 1. nóvember 1981.
5. Guðjón Jónsson skipstjóri í Hlíðardal, f. 15. desember 1899, d. 8. júlí 1966.
6. Guðni Jónsson vélstjóri, formaður , síðar í Keflavík, f. 3. janúar 1906, d. 18. október 1957.
7. Steindór Jónsson bifreiðastjóri, síðar í Reykjavík, f. 24. september 1908, d. 16. febrúar 2010.
8. Guðmundur Einar Jónsson bifreiðastjóri, f. 16. desember 1912, síðast á Skólavegi 25, d. 24. apríl 1950.

Sigurjón var niðursetningur hjá Guðbjörgu Jónsdóttur og Jóni Sveinbjörnssyni í Ásólfsskála 1901, aðkomið skólabarn hjá Vigdísi Pálsdóttur og Guðmundi Einarssyni (Bergsson við skírn) á Fit u. V-Eyjafjöllum 1910.
Hann kom til Eyja 1920, var þá gestur hjá móður sinni á Eystri-Gjábakka, bifreiðastjóri á Strandvegi 74 1930, á Vestmannabraut 25 (í Mundahúsi) 1934, bifvélavirki í Valhöll 1940, bifreiðastjóri við andlát 1981, grafinn í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.