Magnús Jónsson (Arnarfelli)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Magnús Jónsson á Arnarfelli, verslunarmaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 16. febrúar 1897 í Steinum u. Eyjafjöllum og lést 8. ágúst 1927.
Foreldrar hans voru Jón Einarsson bóndi, bókbindari, f. 28. júlí 1867, d. 21. ágúst 1916, og kona hans Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1868, d. 13. febrúar 1955.

Börn Jóns og Jóhönnu voru:
1. Einar Jónsson símaverkstjóri, síðast í Reykjavík, f. 28. apríl 1892, d. 9. apríl 1994.
2. Steinunn Jónsdóttir, f. 21. september 1893, d. 27. september 1893.
3. Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja á Reykjum, f. 10. október 1894, d. 20. desember 1989.
4. Magnús Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður á Arnarfelli, f. 16. febrúar 1897, d. 8. ágúst 1927.
5. Sigurjón Jónsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 5. mars 1898, d. 1. nóvember 1981.
6. Guðjón Jónsson skipstjóri í Hlíðardal, f. 15. desember 1899, d. 8. júlí 1966.
7. Guðni Jónsson vélstjóri, formaður, síðar í Keflavík, f. 3. janúar 1906, d. 18. október 1957.
8. Steindór Jónsson bifreiðastjóri, síðar í Reykjavík, f. 24. september 1908, d. 16. febrúar 2010.
9. Guðmundur Einar Jónsson bifreiðastjóri, f. 16. desember 1912, síðast á Skólavegi 25, d. 24. apríl 1950.

Magnús var 4 ára niðursetningur í Ytri-Skála 1901, hjá Einari Jónssyni bónda og konu hans Ingibjörgu Jóndóttur húsfreyju. Ingibjörg lést 1906.
Hann fluttist með Einari fóstra sínum til Jóns Einarssonar kaupmanns á Gjábakka, sonar Einars, 1909. Þar var hann uppeldissonur hjónanna Jóns og Sesselju Ingimundardóttur frá Gjábakka. Einar lést 1911.
Magnús var afgreiðslumaður á Gjábakka 1920, var á Gjábakka við giftingu þeirra Þórdísar 1921 og við fæðingu Ólafs 1922.
Þau Þórdís bjuggu í nýbyggðu húsi, Arnarfelli við Skólaveg 29 1923 og bjuggu þar síðan meðan bæði lifðu. Þau eignuðust Guðmundu þar 1925.
Magnús lést 1927.

Kona Magnúsar, (25. september 1921), var Þórdís Ólafsdóttir húsfreyja, f. 20. september 1897 í Einarshöfn á Eyrarbakka, d. 17. janúar 1976.
Barn þeirra
1. Ólafur Magnússon starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 10. júlí 1922 á Gjábakka, d. 18. október 1998. Kona hans var Jóhanna Jónsdóttir, en Ólafur átti barn með Guðrúnu Haraldsdóttur og Idu Kristjánsdóttur.
2. Guðmunda Magnúsdóttir snyrtifræðingur, f. 3. apríl 1925 á Arnarfelli, d. 1. febrúar 2011. Maður hennar var Guðmundur Jensson loftskeytamaður, vélstjóri, framkvæmdastjóri, ritstjóri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.