Sigrún Vilhjálmsdóttir (Þorvaldseyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigrún Vilhjálmsdóttir frá Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi, Hnapp., húsfreyja á Þorvaldseyri fæddist 29. september 1897 og lést 19. janúar 1956.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Theodórsson Johnson gull- og silfursmiður, f. 18. október 1858, d. 19. ágúst 1937, og Þuríður Þórðardóttir vinnukona, f. 2. febrúar 1864, d. 18. september 1918.

Sigrún var niðursetningur í Glaumbæ í Staðarsveit á Snæfellsnesi 1901, fósturbarn þar 1910.
Hún fluttist til Eyja 1919, giftist Einari 1920, eignaðist þrjú börn.
Þau bjuggu á Rauðafelli 1920, í Tungu á Heimagötu 4 1922, á Reynivöllum 1924 og 1927, en voru komin á Þorvaldseyri 1930.
Sigrún varð langveik og varð að dvelja á sjúkrahúsi í Reykjavík. Þar lést hún 1956. Einar lést 1963.

I. Maður Sigrúnar, (4. september 1920), var Einar Lárusson frá Álftarhóli í Mýrdal, málarameistari, f. þar 20. mars 1893, d. 5. maí 1963.
Börn þeirra:
1. Lárus Sigurfinnur Einarsson verslunarmaður, f. 23. mars 1922 í Tungu, d. 18. ágúst 1980.
2. Haraldur Arnór Einarsson kennari, auglýsingateiknari, myndlistarmaður, síðast í Hveragerði, f. 17 júlí 1924 á Reynivöllum, d. 16. apríl 2005.
3. Bragi Einarsson málarameistari, f. 27. apríl 1930 á Þorvaldseyri, d. 24. júlí 2002.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.