Sigrún Aðalbjarnardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigrún Aðalbjarnardóttir.

Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor emerítus í uppeldis- og menntunarfræði fæddist 9. júlí 1949 á Hvammstanga.
Foreldrar hennar eru Aðalbjörn Benediktsson héraðsráðunautur og bóndi f. 23. júlí 1925, d. 13. ágúst 2008 og Guðrún Benediktsdóttir grunnskólakennari og bóndi, f. 10. júlí 1928, d. 22. nóvember 2015.

Sigrún ólst upp í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu, m.a. á Laugarbakka og á bænum Grundarási.
Hún lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði 1965, kennaraprófi 1969 og stúdentsprófi 1970 frá Kennaraskólanum, B.A.-prófi í uppeldisfræði frá Háskóla Íslands 1983 og bæði mastersprófi 1984 og doktorsprófi 1988 í menntavísindum með áherslu á þroskasálfræði frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum.
Í tengslum við námsefnisgerð í samfélagsfræðum á vegum menntamálaráðuneytisins fór hún ásamt öðrum námsefnishöfundum í námsferð til Kungälv í Svíþjóð sumarið 1972 og til Berkeley í Kaliforníu haustið 1974.
Sigrún kenndi við tvo grunnskóla: Breiðholtsskóla í Reykjavík árin 1970-1976 og Harmarsskóla í Vestmannaeyjum skólaárið 1976-1977. Hún vann við námsefnisgerð í samfélagsfræði á vegum skólarannsóknardeildar menntamálaráðuneytisins árin 1973-1983. Ásamt samstarfsfólki sínu stóð hún að fjölda kennaranámskeiða sem tengdust því starfi á vegum menntamálaráðuneytisins, Símenntunarstofnunar KHÍ og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.
Sigrún var stundakennari við Kennaraháskóla Íslands 1979-1983 og við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands 1988. Við Félagsvísindadeild HÍ varð hún lektor 1989, dósent 1989 og prófessor frá 1. jan., 1994-2009 og frá 2009 prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands við sameiningu Háskóla Íslands og Kennarahástóla Íslands. Sigrún var gistivísindamaður við Harvard háskóla sjötta hvert misseri frá 1992 til 2019 og Fulbright gistivísindamaður þar 1999-2000. Þá var hún gestaprófessor við University of Fribourg, Sviss í janúar árið 2000. Hún var í rannsóknahópnum Group for the Study og Interpersonal Development (GSID) við Harvard háskóla 1988-2019, í evrópska samvinnuverkefninu Children‘s Identity and Citizenship (CICE) in Europe frá 1997-2012 og í rannsóknarhópi um þroskarannsóknir sem var samvinnuverkefni Max-Planck Institut í Berlín og Háskóla Íslands 1980-1983 undir forystu dr. Wolfgangs Edelstein.
Viðfangsefni rannsókna
Sigrún hefur fengist við rannsóknir á ýmsum þroskaþáttum ungs fólks, líðan þess, sjálfstraust, áhættuhegðun, námsgengi og borgaravitund (m.a. hugmyndir þess um réttlæti, lýðræði, sjálfbærni). Jafnframt hefur hún kannað og fjallað um hvernig nærumhverfið, fjölskyldan og skólinn, getur styrkt unga fólkið á lífsgöngunni. Hún leggur áherslu á þátt samfélagsins við að skapa aðstæður fyrir foreldra til að efla hæfni sína í foreldrahlutverkinu og fyrir kennara, frístundaleiðbeinendur og skólastjórnendur til að vaxa í starfi.

Viðurkenningar
• Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar, 1. janúar, 2012. • Viðurkenning frá Háskóla Íslands „fyrir lofsvert framlag til rannsókna", 2004. • “Viðurkenning og hvatning fyrir vel unnin fræðistörf og gagnlegar rannsóknir í þágu foreldra og barna”, 2005. Viðurkenning á vegum „Saman hópsins”. • Viðurkenning Hagþenkis – félag höfunda og fræðirita og kennslugagna vegna útgáfu bókarinnar: Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar, 2007. • Viðurkenning í doktorsnámi við Harvard University, GSE: “The Larsen Grant for Outstanding Achievement and Research Potential”, 1984-1987.

Ábyrgðarstörf – stjórnun
Innan HÍ m.a.: Í ýmsum nefndum, m.a. formaður vísindanefndar háskólaráðs HÍ, formaður vísindanefndar ríkisháskóla, formaður úthlutunarnefndar Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands. Á vegum Félagsvísindadeildar: m.a. formaður vísindanefndar, formaður framgangsnefndar, í siðanefnd, kennslumálanefnd, rannsóknanámsnefnd, í deildarráði, í stjórn Félagsvísindastofnunar.
Utan HÍ m.a.: Á Research Advisory Board of the Facing History and Ourselves (FHAO) í samvinnu við Harvard University. Í Vísinda- og tækniráði Íslands . Í Áfengis- og vímuvarnaráði Lýðheilsustöðvar. Í stjórn Rannsóknanámssjóðs á vegum Rannsóknaráðs Íslands (Rannís).
Útgáfur.
Sigrún hefur birt fjölda fræðilegra verka í innlendum og erlendum ritum. Nokkur dæmi eru hér um bækur, fræðigreinar, bókakafla og námsefni. Bækur
2019. Lífssögur ungs fólks – Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
2007. Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Reykjavik: Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar.
2011. Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi. Reykjavík: Rannsóknasetrið Lífshættir barna og ungmenna - Félagsvísindastofnun og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands.
2003. Vímuefnaneysla og viðhorf – Ungu fólki í Reykjavík fylgt eftir frá 14 ára til 22 ára aldurs. Rvík: Félagsvísindastofnun og Háskólaútgáfan. (Meðhöf: Andrea G. Dorfadóttir, Þórólfur R. Þórólfsson og Kristín L. Garðarsdóttir).

Greinar í ritrýndum tímaritum
2023, (með Karen E. Jordan, Ólafi P. Jónssyni, Ragnýju Þ. Guðjohnsen og Unni. E. Garðarsdóttur). Character, democracy, sustainability. Differences and commonalities in three fields of education. Journal of Moral Education. DOI: 10.1080/03057240.2022.2159348.
2017, (með Ragnýju Þ. Guðjohnsen). Viðhorf ungs fólks til pólitískrar þátttöku. Stjórnmál & stjórnsýsla, 13(2), 287-310.
2012, (með Evu Harðardóttur). Lýðræðislegar bekkjarumræður og viðhorf til réttinda innflytjenda: Sýn nemenda. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. http://netla.hi.is/menntakvika2012/013.pdf
2006, (með Eyrúnu M. Rúnarsdóttur). A leader’s experiences of intercultural education in an elementary school: Changes and challenges. In V. Collinson (Ed.), Theme issue: Learning, teaching, leading: A global perspective. Theory Into Practice, 45(2), 177-186.
2005, (með Kristjönu S. Blöndal). Brotthvarf ungmenna frá námi og uppeldisaðferðir foreldra: Langtímarannsókn. Tímarit um menntarannsóknir, 2, 11-23.<r> 2004, (með Kristínu L Garðarsdóttur). Depurð ungs fólks og uppeldisaðferðir foreldra: Langtímarannsókn. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 9, 151-166.
(2002). Adolescent psychosocial maturity and alcohol use: Quantitative and qualitative analysis of longitudinal data. Adolescence, 37, 19-53.
2001, (með Leifi G. Hafsteinssyni). Parenting Styles and Adolescent Substance Use: A longitudinal study. Journal of Research on Adolesence, 11, 401-423.
2000, (með R. L. Selman). A developmental method to analyze the personal meaning adolescents make of risk and relationship: The case of “drinking.” Applied Developmental Science, 4, 47-65.
1999. Tracing the developmental processes of teachers and students: A sociomoral approach in school. Scandinavian Journal of Educational Research, 43, 57-79.
1995. How school children propose to negotiate: The role of social withdrawal, anxiety, and locus of Control. Child Development, 66, 1739-1751.
1993. Promoting children's social growth in the schools: An intervention study. Journal of Applied Developmental Psychology, 14, 461-484.

Bókakaflar 2023 (með Ragnýju Þ. Guðjohnsen og Ólafi P. Jónssyni). Promoting a more sustainable and inclusive world: Wellbeing in a world of crises. Í Lovat T., Toomey, R., Clement, N., og Dally K. (ritstj.). The Second International research handbook on values education and student wellbeing. New York: Springer Nature.
2016. Seigla ungmenna – Þróun og staða þekkingar. Í Guðrún Kristjánsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir og Sóley S. Bender (ritstj.), Ungt fólk – Tekist á við tilveruna (bls. 161-184). Rvík: Hið íslenska bókmenntafélag.
2010. Passion and purpose: Teacher professional development and student social and civic growth. In T. Lovat, R. Toomey, & N. Clement, (Eds.), International research handbook on values education and student wellbeing (pp. 737-764). New York: Springer.
2010, (með Hrund Þórarinsdóttur). Sýn foreldra á uppeldishlutverk sitt. Í Salvör Nordal, Sigrún Júlíusdóttir og Vilhjálmur Árnason (ritstj.), Velferð barna, gildismat og ábyrgð samfélags (bls. 117-133). Háskóli Íslands: Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan.
2007. Iceland. In J.J. Arnett and R. Silbereisen (Eds.), Routledge International Encyclopedia of Adolescence (pp. 425-441). London: Routledge.
2003, (með Selman, R. L.) Supporting teachers’ professional development. Hlutinn Lessons from Iceland, í R. L. Selman, The promotion of social awareness: Powerful lessons from the partnership of developmental theory and classroom practice (pp. 113-127). N.Y.C., N.Y. Russell Sage.
2001. Die Reconstruction der Entwiklung von Lehrern und Schulern: Ein Sozio-Moralischer Ansatz in der Schule. Í W. Edelstein, F. K. Oser and P. Schuster (Eds.), Moralische Erziehung in der Schule (pp. 213-232). Weinheim und Basel: Beltz Verlag.
1999. Þróun fagvitundar kennara: Að efla félagsþroska og samskiptahæfni nemenda. Í Helgi Skúli Kjartansson, Hrafnhildur Ragnarsóttir, Kristín Indriðadóttir og Ólafur Proppé (ritstj.), Steinar í vörðu til heiðurs Þuríði J. Kristjánsdóttur sjötugri (bls. 247-270). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
1993, (með Sigurði J. Grétarssyni). Uppeldi barna og unglinga. Í Hörður Þorgilsson og Jakob Smári (ritstj.), Sálfræðihandbókin (bls. 67-105). Reykjavík: Mál og Menning.
1990. Æskan er eins og tré. Í Heimir Pálsson, Njörður P. Njarðvík, Sigríður Th. Erlendsdóttir og Jónas Kristjánsson (ritstj.), Yrkja, afmælisrit til heiðurs Vígdísi Finnbogadóttur forseta Íslands (bls. 190-198). Reykjavík, Iðunn.
1987. Kenning Kohlbergs um siðgæðisþroska. Í Þuríður Kristjánsdóttir (ritstj.), Gefið og þegið, afmælisrit til heiðurs dr. Brodda Jóhannessyni sjötugum (bls. 330-354). Reykjavík, Iðunn.

Námsefni:
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Árný Elíasdóttir (2008, vefrit, upprunaleg útg. 1992).
Verum vinir. Nemendabók. Reykjavík, Námsgagnastofnun.
Verum saman - í frímínútum. Nemendabók. Reykjavík, Námsgagnastofnun.
Vinnum saman - í skólastofunni. Nemendabók. Reykjavík, Námsgagnastofnun.
Ræðum saman - heima. Nemendabók. Reykjavík, Námsgagnastofnun.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Árný Elíasdóttir (2009). Samvera. Kennsluleiðbeiningar - vefrit. Reykjavík, Námsgagnastofnun. (Upprunalega útg. 1992).
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Árný Elíasdóttir (2009). Ræðum saman: Heima. Kennsluleiðbeiningar og foreldrahandbók - vefrit. Reykjavík, Námsgagnastofnun. (Upprunalega útg. 1992).

Námsefni í samfélagsfræðum á vegum menntamálaráðuneytisins, skólarannsóknadeild:
Sigrún Aðalbjarnardóttir:
(1977). Komdu í leit um bæ og sveit 1. Nemendabók. Reykjavík, Ríkisútgáfa námsbóka.
(1977). Komdu í leit um bæ og sveit 1. Kennsluleiðbeiningar. Reykjavík, Ríkisútgáfa námsbóka.
(1980.) Komdu í leit um bæ og sveit 2. Nemendabók. Reykjavík, Námsgagnastofnun.
(1980). Komdu í leit um bæ og sveit 2. Kennsluleiðbeiningar. Reykjavík, Námsgagnastofnun.

Iðunn Steinsdóttir, Matthildur Guðmundsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir (höf. tilgreindir eftir stafrófsröð):
1985. Líf á norðurslóðum: Inúítar. Nemendabók. Reykjavík, Námsgagnastofnun. (Endurskoðuð útgáfa. Höfundur frumútgáfu: Kristín H. Tryggvadóttir):
1985. Líf á norðurslóðum: Inúítar. Kennsluleiðbeiningar. Reykjavík, Námsgagnastofnun. (Endurskoðuð útgáfa. Höfundur frumútgáfu: Kristín H. Tryggvadóttir).

Sigrún er gift Þórólfi Ólafssyni tannlækni, f. 15. júlí 1949. Foreldrar hans eru Ólafur Ingvarsson kennari og skólastjóri, f. 24. maí 1925, d. 2. júní 2017 og Áslaug Ragna Þóra Þórólfsdóttir, f. 23. mars 1924, d. 20. apríl 1993.
Synir Sigrúnar og Þórólfs eru:
1. Aðalbjörn Þórólfsson, f. 3. október 1969, með masters- og doktorspróf í eðlisfræði frá Université Pierre et Marie Curie, París. Unnusta hans er Ásdís Jóhannesdóttir.
2. Þórólfur Rúnar Þórólfsson f. 6. október 1977 með masterspróf í gagnvikri margmiðlun frá University of Westminster í London. Eiginmaður hans er Scott Gribbon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.