Sigríður Einarsdóttir (Vesturhúsum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigríður Einarsdóttir húsfreyja frá Bjarnastöðum í Bessastaðahreppi fæddist 10. ágúst 1895 og lést 11. september 1988.
Foreldrar hennar voru Einar Magnússon óðalsbóndi og sjómaður á Bjarnastöðum, f. 19. ágúst 1853, d. 4. janúar 1919, og kona hans Rósa Karítas Gísladóttir húsfreyja, f. 6. mars 1856, d. 27. september 1938.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún kom frá Álftanesi til Eyja 1916, var á Vesturhúsum 1917, eignaðit Valgerði Magnúsínu 1917, fór með Eyjólfi á Álftanes 1918.
Þau Eyjólfur bjuggu í Hafnarfirði, eignuðust 6 börn, 5 þeirra náðu fullorðinsaldri. Eyjólfur lést 1933.
Hún giftist Þórði Jónssyni. Þau bjuggu í Reykjavík og eignuðust eitt barn.

Sigríður var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Eyjólfur Eyjólfsson sjómaður frá Vesturhúsum f. 29. júní 1896, d. 9. maí 1933.
Börn þeirra hér:
1. Valgerður Magnúsína Eyjólfsdóttir, síðast í Reykjavík, sjúkraliði á Landakotsspítala, f. 6. október 1917 í Eyjum, d. 9. mars 2000.
2. Rósa Karítas Eyjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. júní 1919, d. 28. október 1999.
3. Sigríður Erla Eyjólfsdóttir, f. 21. nóvember 1921, d. 8. september 1922.
4. Einar Eyjólfsson kaupmaður, f. 7. júní 1923, d. 6. janúar 1982.
5. Sigríður Erla Eyjólfsdóttir ritari, f. 24. júní 1924, d. 3. september 1985.
6. Ingólfur Vestmann Eyjólfsson sjómaður, f. 11. október 1925, d. 17. ágúst 1951.

II. Síðari maður Sigríðar var Þórður Jónsson.
Barn þeirra var
7. Kristbjörg Þórðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.