Sesselja Helgadóttir (Miðhúsum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sesselja Helgadóttir húsfreyja frá Brattholti í Stokkseyrarhreppi, húsfreyja í Ranakoti þar og síðar á Miðhúsum, fæddist 1791 og lést 30. maí 1866.
Foreldrar hennar voru Helgi Sigurðsson bóndi í Ásgarði í Grímsnesi, síðan í Brattholti og Stokkseyrarseli í Stokkseyrarhreppi, af Ásgarðsætt í Grímsnesi, f. 1750, d. 29. apríl 1814, og kona hans Elín Einarsdóttir húsfreyja, f. 1757.

Sesselja var með foreldrum sínum í Brattholti 1801, húsfreyja í Ranakoti 1813-1820, 4 barna móðir þar 1818.
Maður hennar Jón Vigfússon varð úti í Ólafsskarði 1820. Hún bjó áfram í Ranakoti til ársins 1823.
Sesselja fluttist til Eyja með Sigurð 10 ára son sinn 1826 og ráðin að Ofanleiti.
Hún giftist Sigurði 1829. Þau bjuggu allan búskap sinn á Miðhúsum. Sesselja eignaðist tvær dætur með Sigurði, en þær létust báðar á fyrstu dögum sínum úr ginklofa.
Hún lést á Miðhúsum 1866 úr „kvefsótt“.

Sesselja var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Jón Vigfússon bóndi í Ranakoti, skírður 13. október 1783 í Ártúnum á Rangárvöllum, varð úti í Ólafsskarði 17. desember 1820.
Börn þeirra voru:
1. Jón Jónsson, f. 1810 í Brattholti.
2. Elín Jónsdóttir, f. 1814 í Ranakoti, d. 15. júní 1885.
3. Sigurður Jónsson vinnumaður, f. 1815, d. 22. ágúst 1848.
4. Jón Jónsson, f. 1817 í Ranakoti, d. 11. febrúar 1850.

II. Síðari maður Sesselju, (3. nóvember 1829), var Sigurður Jónsson frá Hrólfsstaðahelli í Landsveit, bóndi og meðhjálpari á Miðhúsum, f. 15. september 1787, d. 20. júní 1863.
Börn þeirra hér:
5. Ingveldur Sigurðardóttir, f. 9. desember 1830, d. 13. desember 1830 úr ginklofa.
6. Guðrún Sigurðardóttir, f. 6. nóvember 1832, d. 11. nóvember 1832 úr ginklofa.
7. Sesselja Sigurðardóttir, f. 27. október 1837, d. 4. nóvember 1837 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.