Sigurður Jónsson (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Jónsson vinnumaður á Ofanleiti fæddist 1815 í Ranakoti á Stokkseyri og hrapaði til bana 22. ágúst 1848.
Foreldrar hans voru Jón Vigfússon frá Ártúnum á Rangárvöllum, bóndi í Ranakoti, skírður 13. október 1783, varð úti í Ólafsskarði 17. desember 1820, og kona hans Sesselja Helgadóttir húsfreyja frá Brattholti, síðar á Miðhúsum, f. 1791, d. 30. maí 1866.

Sigurður fluttist með ekkjunni móður sinni til Eyja 1826.
Hann var vinnumaður á Ofanleiti 1848, er hann hrapaði úr Hamrinum.

1. Við skírn Margrétar hér neðar skráði prestur, að getnaður hennar væri annað skírlífisbrot Sigurðar. Sú fæðing finnst ekki í Eyjum.

II. Barnsmóðir Sigurðar var Þuríður Jakobsdóttir, f. 3. mars 1801, d. 6. apríl 1859.
Barn þeirra var
2. Margrét Sigurðardóttir, f. 21. október 1838, d. 26. október 1838 úr ginklofa.

III. Barnsmóðir hans var Halldóra Jónsdóttir, f. 10. október 1819, d. 24. mars 1883.
Barn þeirra var
3. Jóhanna Sigurðardóttir, f. 25. febrúar 1849, d. 6. mars 1849 „af barnaveikleika“. Hún fæddist eftir lát Sigurðar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.