Ragnheiður Hannesdóttir (Brimhólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ragnheiður Hannesdóttir.

Ragnheiður Hannesdóttir frá Brimhólum, húsfreyja fæddist 12. febrúar 1915 á Hjalla við Vestmannabraut 57 og lést 5. mars 2015 á Elliheimilinu Grund.
Foreldrar hennar voru Hannes Sigurðsson frumkvöðull, ráðsmaður, skipstjóri, bóndi, verslunarstjóri, f. 16. ágúst 1881 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 14. febrúar 1981, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1884 á Bakka í A.-Landeyjum, d. 5. maí 1976.

Börn Guðrúnar og Hannesar:
1. Jón Hjaltalín Hannesson rafvirki, vélstjóri, f. 20. júní 1912 á Lögbergi, d. 26. nóvember 2017.
2. Guðný Marta Hannesdóttir saumakona, f. 28. júní 1913 á Hjalla, d. 15. júlí 2011.
3. Hálfdán Hannesson bifvélavirki, f. 4. október 1914 á Hjalla, d. 12. febrúar 2011.
4. Ragnheiður Hannesdóttir húsfreyja, f. 12. október 1915 á Hjalla, d. 5. mars 2015.
5. Elínborg Hannesdóttir hattagerðarkona, saumakona, f. 23. ágúst 1917 á Hjalla, d. 19. maí 2010.
6. Þóra Hannesdóttir húsfreyja, saumakona, f. 2. júní 1919 á Steinsstöðum, d. 6. febrúar 2000.
7. Sigurður Hannesson, f. 21. apríl 1922 á Steinsstöðum, d. 28. apríl 1922.

Ragnheiður var með foreldrum sínum.
Hún flutti til Reykjavíkur á síðari hluta fjórða áratugarins.
Þau Haraldur giftu sig 1942, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu lengst á Hávallagötu 18 í Reykjavík.
Haraldur lést 1989 og Ragnheiður 2015.

I. Maður Ragnheiðar, (7. maí 1942), var Haraldur Hannesson rekstrarhagfræðingur, f. 24. ágúst 1912, d. 9. október 1989. Foreldrar hans voru Hanness Magnússon vélstjóri, f. 5. september 1884, d. 23. mars 1951, og kona hans Helga Snæbjörnsdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1891, d. 6. maí 1973.
Barn þeirra:
1. Hannes Gunnar Haraldsson bankamaður, f. 23. ágúst 1942 í Eyjum. Fyrrum kona hans Edda Petrína Guðmundsdóttir. Kona hans Rósa Ármannsdóttir.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.