Marteinn Brynjólfur Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Marteinn Brynjólfur Sigurðsson.

Marteinn Brynjólfur Sigurðsson vélstjóri fæddist 24. júlí 1923 í Keflavík og lést 14. desember 2014 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson vélstjóri, f. 13. júní 1895, d. 21. febrúar 1984, og kona hans Guðbjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1897, d. 8. janúar 1980.

Börn Guðbjargar og Sigurðar:
1. Ólöf Lilja Sigurðardóttir, f. 14. júlí 1921, d. 26. maí 2007.
2. Marteinn Brynjólfur Sigurðsson, f. 24. júlí 1923, d. 14. desember 2014.
3. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, f. 28. apríl 1925, d. 18. júní 2004.
4. María Sigurðardóttir, f. 14. september 1926, d. 2. febrúar 1927.
5. Friðrik Hafsteinn Sigurðsson, f. 27. apríl 1929, d. 25. júní 1993.
6. Gunnlaugur Kjartan Sigurðsson, f. 15. mars 1931.
Samfeðra systir:
7. Ósk Sigurrós Sigurðardóttir, f. 2. febrúar 1920, d. 5. ágúst 1978.

Marteinn var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja og síðan aftur til Keflavíkur.
Þau Guðfinna giftu sig 1947, eignuðust fjögur börn og Marteinn ól upp son Guðfinnu.
Guðfinna lést 2014 í maí og Marteinn í desember 2014.

I. Kona Marteins Brynjólfs, (6. september 1947), var Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1922, d. 10. maí 2014. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson bóndi í Hraunkoti í Aðaldælahreppi, S.-Þing. 1920, f. 22. apríll 1886, d. 6. febrúar 1975, og kona hans Sigrún Jónasdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1894, d. 2. mars 1985.
Börn þeirra:
1. Rúnar Marteinsson, f. 16. mars 1949. Kona hans Bergþóra Káradóttir.
2. Björn Marteinsson, f. 1. mars 1951. Fyrrum kona hans María Ingvarsdóttir.
3. Sigurður Geir Marteinsson, f. 3. desember 1953. Kona hans Guðfinna Eyjólfsdóttir.
4. Guðbjörg Sigrún Marteinsdóttir, f. 6. maí 1959. Maður hennar Hermann Jakobsson.
Barn Guðfinnu og fósturbarn Marteins:
5. Jón Haraldsson, f. 15. desember 1941. Kona Guðrún Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.