Guðrún Sigurðardóttir (Árbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Sigríður Sigurðardóttir.

Guðrún Sigríður Sigurðardóttir frá Árbæ, húsfreyja, verkakona fæddist þar 28. apríl 1925 og lést 18. júní 2004 í hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði, Gull.
Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1897, d. 8. janúar 1980, og Sigurður Sigurðsson vélstjóri, f. 13. júní 1895, d. 21. febrúar 1984.

Börn Guðbjargar og Sigurðar:
1. Ólöf Lilja Sigurðardóttir, f. 14. júlí 1921, d. 26. maí 2007.
2. Marteinn Brynjólfur Sigurðsson, f. 24. júlí 1923, d. 14. desember 2014.
3. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, f. 28. apríl 1925, d. 18. júní 2004.
4. María Sigurðardóttir, f. 14. september 1926, d. 2. febrúar 1927.
5. Friðrik Hafsteinn Sigurðsson, f. 27. apríl 1929, d. 25. júní 1993.
6. Gunnlaugur Kjartan Sigurðsson, f. 15. mars 1931.
Samfeðra systir:
7. Ósk Sigurrós Sigurðardóttir, f. 2. febrúar 1920, d. 5. ágúst 1978.

Foreldrar Guðrúnar fluttust frá Keflavík til Eyja með Ólöfu og Martein 1924. Guðrún fæddist í Árbæ 1925 og fluttist með þeim til Keflavíkur um eins árs aldur. Um tíu ára aldur flutti hún ásamt foreldrum sínum að Glóru í Hraungerðishreppi og var þar fram að fermingu, en þá fluttu þau aftur til Keflavíkur. Guðrún bjó síðan í Keflavík og Njarðvík.
Hún vann við fiskvinnslu fram að giftingu 1945.
Þau Jón eignuðust fjögur börn og fóstruðu eitt.
Hún vann síðar við fiskiðnað og við hreingerningar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar til hún tók við sem matráðskona hjá kennurum í fjölbrautaskólanum þangað til heilsan fór að gefa sig árið 1988.
Guðrún lést 2004 og Jón 2009.

I. Maður Guðrúnar, (1. júní 1945), var Jón Arason Valdimarsson vélsmíðameistari, f. 5. febrúar 1922, d. 30. júní 2009.
Börn þeirra:
1. Helgi Valdimar Jónsson, f. 1. mars 1946, d. 13. júní 1968. Kona hans var Dröfn Pétursdóttir.
2. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Vogum, f. 9. ágúst 1950. Maður hennar var Viðar Már Pétursson, látinn.
3. Ásdís Jónsdóttir húsfreyja í Michigan í Bandaríkjunum, f. 26. mars 1955. Fyrri maður hennar var Bradley David Dadles. Síðari maður hennar er Donald Schultz.
4. Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 9. mars 1958. Maður hennar er Þórður Ragnarsson.
Fóstursonur hjónanna:
5. Bjarni Valtýsson, f. 25. júní 1943. Kona hans var Esther Ólafsdóttir, látin. Sambýliskona Bjarna er Sigríður Dögg Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.