Margrét Sverrisdóttir (Hólmfríðarhjalli)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Margrét Sverrisdóttir fæddist 6. maí 1832 í Heiðarseli á Síðu, var á lífi 1870.
Foreldrar hennar voru Sverrir Guðmundsson vinnumaður, f. 1808, d. 23. mars 1848, og kona hans Guðríður Guðnadóttir húsfreyja, f. 1799, d. á árabilinu 1842-1845.

Systkini Margrétar voru m.a.:
1. Valgerður Sverrisdóttir vinnukona, f. 8. mars 1831, d. 14. september 1887.
2. Jón Sverrisson bóndi í Túni, f. 19. júní 1833, d. 10. maí 1859.
Hálfbróðir þeirra, samfeðra, var
3. Benjamín Sverrisson bóndi á Hofi í Ölfusi, f. 18. nóvember 1828 í Nýjabæ í Landbroti, d. 21. júní 1874.

Margrét var hjá foreldrum sínum í Heiðarseli til 1836, ómagi í Eystra-Hrauni 1836-1837, í Seglbúðum 1837-1838. Þá fluttist hún með foreldrum sínum á Suðurnes. Þau fluttust til Eyja 1842, en Margrét var ekki skráð í hópnum.
Hún var tökubarn hjá Hólmfríði Erlendsdóttur í Grímshjalli 1843-1844, í Hólmfríðarhjalli 1845, var þjónustustúlka í Garðinum 1851 og 1852, í Nýja-Kastala 1855, á Miðhúsum]] 1860, eignaðist barnið Jóhann 1862, en missti það mánaðargamalt.
Hún var vinnukona á Löndum 1863, í Nöjsomhed 1864-1867.
Hún fluttist frá Nöjsomhed að Breiðabólstað í Fljótshlíð 1867, var vinnukona þar 1870.

I. Barnsfaðir Margrétar var Vigfús Einarsson bóndi á Miðhúsum, f. 17. júlí 1838, d. í Vesturálfu.
Barn þeirra var
1. Jóhann Vigfússon, f. 27. júlí 1862, d. 26. ágúst 1862 „af almennri barnaveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.