Margrét Sæmundsdóttir (Þorvaldseyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Sæmundsdóttir frá Lágafelli í A.-Landeyjum, húsfreyja fæddist þar 23. febrúar 1903 og lést 6. júlí 1977.
Foreldrar hennar voru Sæmundur Ólafsson bóndi, bátsformaður, sýslunefndarmaður, oddviti, f. 29. júní 1874 í Gularáshjáleigu í A.-Landeyjum, d. 12. janúar 1955, og kona hans Guðrún Sveinsdóttir frá Stóru-Mörk u. V.-Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 14. mars 1873, d. 18. september 1945.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku, var vinnukona hjá þeim 1920.
Hún var í Miðey, kom þaðan að Eyjarhólum 1924.
Þau Árni giftu sig 1924, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Eyjarhólum í Mýrdal 1924-1927, en fóru þá til Eyja, bjuggu á Þorvaldseyri við Vestmannabraut 35, fluttu til lands 1928, voru bændur í Miðey í A.-Landeyjum 1928-1942 og áttu þar heima til vors 1943.
Þau fluttu til Hvolsvallar, þar sem Árni var póst- og símstöðvarstjóri 1943-1966 og Margrét vann við skiptiborðið.
Margrét lést 1977 og Árni 1991.

I. Maður Margrétar, (1. júní 1924), var Árni Einarsson frá Miðey, bóndi, póst og símstöðvarstjóri, f. 16. nóvember 1896, d. 26. júní 1991.
Börn þeirra:
1. Einar Árnason rafvirkjameistari á Hvolsvelli, verkstjóri, framkvæmdastjóri, f. 18. mars 1925, d. 22. mars 2011. Kona hans Hulda Sigurlásdóttir.
2. Guðrún Árnadóttir símstöðvarstjóri á Hellu, Rang., f. 16. júlí 1927, d. 1. júlí 2015. Maður hennar Jónas Helgason.
3. Helga Maggý Árnadóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, síðar í Rvk, f. 20. febrúar 1930. Maður hennar Jónas Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.