Einar Árnason (Miðey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Einar Árnason.

Einar Árnason frá Eyjarhólum í Mýrdal, rafvirkjameistari, verkstjóri, framkvæmdastjóri fæddist þar 18. mars 1925 og lést 22. mars 2011 á Landakoti í Rvk.
Foreldrar hans voru Árni Einarsson frá Miðey í A.-Landeyjum, bóndi, f. 16. nóvember 1896, d. 26. júní 1991, og kona hans Margrét Sæmundsdóttir frá Lágafelli í A,-Landeyjum, húsfreyja, talsímakona, f. 23. febrúar 1903, d. 6. júlí 1977.

Börn Margrétar og Árna:
1. Einar Árnason rafvirkjameistari á Hvolsvelli, verkstjóri, framkvæmdastjóri, f. 18. mars 1925, d. 22. mars 2011. Kona hans Hulda Sigurlásdóttir.
2. Guðrún Árnadóttir símstöðvarstjóri á Hellu, Rang., f. 16. júlí 1927, d. 1. júlí 2015. Maður hennar Jónas Helgason.
3. Helga Maggý Árnadóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, síðar í Rvk, f. 20. febrúar 1930. Maður hennar Jónas Gunnarsson.

Einar var með foreldrum sínum. Hann flutti með þeim til Eyja 1927, bjó hjá þeim á Þorvaldseyri við Vestmannabraut 35, flutti með þeim til lands 1928 og bjó hjá þeim í Miðey í A.-Landeyjum 1928-1943.
Einar lærði rafvirkjun, varð meistari í greininni 1947.
Hann vann hjá Kaupfélagi Rangæinga í rúm 30 ár, var þar verkstjóri við prjónastofu þess.
Einar var hreppsnefndarmaður í Hvolhreppi.
Hann stofnaði ásamt föður sínum fyrirtækið Prjónaver 1980. Það rak Einar til 82 ára aldurs.
Þau Hulda giftu sig 1948, eignuðust þrjú börn Þau bjuuggu við Vallarbraut 8 á Hvolsvelli í rúm 60 ár.
Einar lést 2011 og Hulda 2017.

I. Kona Einars, (8. maí 1948), var Hulda Sigurlásdóttir frá Langagerði í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 2. apríl 1924, d. 31. október 2017. Foreldrar hennar voru Sigurlás Þorleifsson frá Miðhúsum í Hvolhreppi, sjómaður, f. 13. ágúst 1893, d. 26. nóvember 1980, og barnsmóðir hans Aðalheiður Gísladóttir ráðskona, húsfreyja, f. 26. janúar 1906 á Hvolsvelli, d. 9. ágúst 1933. Fósturforeldrar Huldu voru móðurforeldrar hennar Gísli Gunnarsson bóndi í Langagerði, f. 1. nóvember 1868, d. 14. febrúar 1954, og kona hans Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1878, d. 13. júlí 1961.
Börn þeirra:
1. Margrét Einarsdóttir bankastarfsmaður, f. 5. febrúar 1948. Maður hennar Helgi Kristófersson.
2. Árni Einarsson lögfræðingur, f. 1. ágúst 1951.
3. Aðalheiður Einarsdóttir kennari, f. 8. ágúst 1953. Maður hennar Björgvin Sigurðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 9. apríl 2011. Minning.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.