Margrét Magnúsdóttir (Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Magnúsdóttir verkakona fæddist 4. desember 1907 á Hvoli við Heimagötu og lést 24. ágúst 1988 í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Magnús Ingimundarson sjómaður, útgerðarmaður, f. 24. apríl 1879, drukknaði 10. janúar 1912, og fyrri kona hans Jóhanna Oddsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1875, d. 18. febrúar 1908.

Systir Margrétar var Ingveldur Kristín Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. október 1902, d. 31. ágúst 1957.

Margrét missti móður sína 10 vikna gömul. Hún var með föður sínum og föðurforeldrum og síðan þeim og Helgu stjúpmóður sinni, uns faðir hennar drukknaði 10. janúar 1912.
Hún fluttist til Hafnarfjarðar 1912 með Helgu stjúpmóður sinni og Ingveldi Kristínu systur sinni. Þar átti hún heimili síðan, stundaði verkakvennastörf.
Að síðustu dvaldi hún á Hrafnistu í Hafnarfirði, lést 1988.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.