Margrét Arngrímsdóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit


Margrét Arngrímsdóttir húsfreyja í Háagarði fæddist 24. október 1811 og lést 5. júní 1873.

Faðir hennar var Arngrímur bóndi á Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi, á Velli þar og á Langekru á Rangárvöllum, síðast í Keflavík, f. 1764 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, skírður 10. október þ.á., d. 25. mars 1839 í Keflavík, Guttormsson bónda á Árgilsstöðum, f. 1726, d. 15. mars 1792, Bergsteinssonar Guttormssonar, og kona Bergsteins, Þuríðar húsfreyju, f. 1701, d. 20. nóvember 1769, Sigurðardóttur.
Móðir Arngríms og kona Guttorms var Sigrún húsfreyja, f. 1722, d. 15. mars 1800, Snorradóttir bónda og lögréttumanns (1726-1762) á Ægissíðu í Holtum, f. 1690, d. í febrúar 1770, Böðvarssonar, og konu Snorra á Ægissíðu, Vilborgar húsfreyju, f. 1698, d. 19. mars 1759, Arngrímsdóttur.

Móðir Margrétar og kona Arngríms var Halldóra húsfreyja, f. 1768, skírð 26. ágúst þ.á., d. 30. janúar 1820, Sigurðardóttir bónda á Árgilsstöðum, f. 1727, d. 17. júlí 1796, Sigurðssonar, og konu Sigurðar Sigurðssonar á Árgilsstöðum, Þuríðar húsfreyja, f. 1740, d. 30. ágúst 1818, Bergsteinsdóttur bónda á Árgilsstöðum, f. 1696, Guttormssonar, og konu Bergsteins, Þuríðar Sigurðardóttur, (sjá ofar).

Margrét var 24 ára vinnukona á Uxahrygg á Rangárvöllum 1835, húsfreyja í Háagarði 1845. Magnús lést 1863. Hún var ekkja í Háagarði hjá dóttur sinni Margréti og Guðmundi Þorkelssyni 1870.
Margrét lést 1873.

Maður Margrétar, (6. október 1837), var Magnús Sigurðsson sjómaður og bóndi í Háagarði, f. 1796, d. 20. ágúst 1863.
Börn Margrétar og Magnúsar hér:
1. Margrét Magnúsdóttir húsfreyja í Háagarði, gift Guðmundi Þorkelssyni bónda, f. 28. október 1838, d. 11. mars 1891.
2. Arngrímur Magnússon, f. 26. maí 1840, d. 3. september 1840 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.