Marín Þorbjörnsdóttir (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Marín Þorbjörnsdóttir vinnukona fæddist 1772, líklega á Brekkum í Hvolhreppi, og lést 27. febrúar 1841.
Foreldrar hennar voru Þorbjörn Brandsson bóndi á Brekkum, f. 1727, d. 15. september 1805, og kona hans Guðrún Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 1729, d. 11. júní 1803.

Systir Marínar var Sigríður Þorbjörnsdóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 1770, d. 31. júlí 1843.

Marín var komin til Eyja 1812 og var vinnukona á Gjábakka 1812-1815, í Kornhól 1816, í Norðurgarði 1828-1833, vinnukona í Bólstað 1835, 67 ára vinnukona í Hólmfríðarhjalli 1839, fátæklingur í Hólshúsi 1840.
Hún lést 1841, niðursetningur í Stakkagerði.
Marín var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.