Sigríður Þorbjörnsdóttir (Búastöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigríður Þorbjörnsdóttir húsfreyja á Búastöðum og í Norðurgarði fæddist 1770 og lést 31. júlí 1843.
Foreldrar hennar voru Þorbjörn Brandsson bóndi á Brekkum í Hvolhreppi, f. 1727, d. 15. september 1805, og kona hans Guðrún Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 1729, d. 11. júní 1803.

Systir Sigríðar var Marín Þorbjörnsdóttir vinnukona, f. 1772, d. 27. febrúar 1841.

Sigríður og Þórður voru bændur á Giljum í Hvolhreppi 1800 og bjuggu þar til 1803.
Þau fluttust til Eyja og voru bændur á Búastöðum 1805, voru komin að Norðurgarði 1812 og bjuggu þar til 1820.
Þau fluttust til Lands 1820 með Halldór son sinn, bjuggu í Vatnshól í A-Landeyjum1820-1822, á Voðmúlastöðum þar 1822-1836, en voru í húsmennsku í Ártúnum á Rangárvöllum frá 1837, en þá var Halldór sonur þeirra bóndi þar.
Sigríður lést 1843.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Jón Egilsson bóndi á Valstrýtu í Fljótshlíð, f. um 1767, d. 5. júlí 1834.
Barn þeirra var
1. Jón Jónsson vinnumaður, f. 1798. Hann var með Sigríði og Þórði í Norðurgarði 1812 og 1813, horfinn 1814. Dánarskýrslur skortir 1814-1816 og húsvitjanaskýrslur skortir 1816-1819. 1820 var til Jón Jónsson vinnumaður á Miðhúsum 21 árs. Hann var þar til dd., lést 13. júní 1826.

II. Maður Sigríðar, (28. júlí 1798), var Þórður Sigurðsson bóndi og lögsagnari, f. 1776, d. 6. ágúst 1861.
Börn þeirra hér:
2. Filippus Þórðarson, f. 29. júní 1799, d. 4. nóvember 1799.
3. Katrín Þórðardóttir, f. 9. ágúst 1800, d. 13. apríl 1805 á Búastöðum úr „kæfandi kvefsótt“.
4. Halldór Þórðarson bóndi og málmsmiður í Ártúnum, síðar í Reykjavík, f. 12. júlí 1801, d. 11. október 1868.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.