Magnús Guðbrandsson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Guðbrandsson vinnumaður á Gjábakka fæddist 8. júní 1820 og drukknaði 30. janúar 1847.
Foreldrar hans voru Guðbrandur Halldórsson bóndi á Sámsstöðum og Vatnagörðum á Landi, f. í Vatnsdal í Fljótshlíð, skírður 25. maí 1777, d. 17. júní 1839 í Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, og kona hans Halldóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. á Brekkum í Hvolhreppi, skírð 5. nóvember 1775, d. 12. maí 1849 á Brekkum í Hvolhreppi.

Magnús var bróðir Ingveldar Guðbrandsdóttur húsfreyju í Brandshúsi, f. 23. júlí 1808, d. 29. júlí 1863.

Magnús var tökudrengur á Velli í Hvolhreppi 1835, vinnumaður á Brúnum u. V-Eyjafjöllum 1840.
Hann var kominn til Eyja 1845 og var þá vinnumaður hjá Abel sýslumanni í Nöjsomhed, vinnumaður á Gjábakka 1846.
Magnús drukknaði 1847.

Barnsmóðir Magnúsar var Jórunn Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Norðurgarði, f. 4. desember 1828, d. 14. febrúar 1879.
Barn þeirra var
1. Magnús Magnússon, f. 23 júlí 1847, d. 28. júlí 1847 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.