Málfríður Jónsdóttir (Kornhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Málfríður Jónsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum fæddist 1773 á Kirkjulæk í Fljótshlíð.

Hálfbróðir hennar var Magnús Jónsson bóndi í Svaðkoti, f. 1779, d. 2. júní 1817.

Málfríður var í Kornhól 1794 og 1795, vinnukona á Steinsstöðum 1800 og vinnukona á Kornhól 1801. Hún var vinnukona á Oddsstöðum við fæðingu Einars 1810, en þau Björn giftust síðar á því ári. Málfríður var húsfreyja á Steinsstöðum 1813 og enn 1815.
Hún fór 45 ára frá Eyjum að Sámsstöðum í Fljótshlíð 1816. Einar varð eftir hjá föður sínum, hrapaði til bana 1821.
Málfríður fór úr Fljótshlíð í Steinasókn u. Eyjafjöllum 1817.

I. Barnsfaðir Málfríðar var Guðmundur Ólafsson, „giftur bóndi‟ og formaður frá Bryggjum í A-Landeyjum, síðar á Kirkjubæ, f. 1765, d. 3. febrúar 1820:
Barn þeirra var
1. Jón Guðmundsson, f. 11. október 1794 í Kornhól, d. 23. október 1794 úr ginklofa.

II. Barn með Þorkeli Jónssyni frá Akurey í V-Landeyjum, f. 1747:
2. Jón Þorkelsson bóndi í Svaðkoti, f. 1795, d. 5. mars 1834, drukknaði af Þurfalingi.

III. Barnsfaðir hennar var Gísli Gunnlaugsson, þá kvæntur bóndi á Steinsstöðum, en Málfríður var vinnukona þar. Þetta var hans fyrsta hórdómsbrot, en hennar 3. brot með „giftum mönnum“.
Barn þeirra var
3. Guðrún Gísladóttir, f. 21. október 1800, d. 27. október 1800 úr ginklofa.

IV. Eiginmaður Málfríðar, (2. september 1810, skildu), var Björn Björnsson á Oddsstöðum, f. 16. mars 1789, d. 20. júní 1821.
Þau höfðu eignast barn 1810. Hún var þá á Oddsstöðum, „hennar 4. frillulífsbrot‟. Hann var þá 24 ára, en hún 44 ára.
Barn þeirra Björns var
4. Einar Björnsson, f. 19. júní 1810, hrapaði til bana 2. júní 1821.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.